Teningur - 02.12.1985, Side 3

Teningur - 02.12.1985, Side 3
 TENINGUR Vettvangur fyrir listir og bókmenntir 1. hefti desember 1985. " ■ ’ i 423930 i!:i V!' 'o Ritstjórn: Eggert Pétursson Guðmundur Andri Thorsson Gunnar Harðarson Hallgrímur Helgason Páll Valsson SteingrímurEyfjörð Kristmundsson Kápa: Steingrímur Eyfjörð Kristmundsson Tölvusetning eftir frumdiski: Oddi hf. F'ilmuvinna: Metri hf. Prentun: Viðey hf. Bókband: Hólar hf. Efni berist ritstjóm eða Pósthólfi 1686 120 Reykjavík. Allt frumsamið efni er birt á ábyrgð höfunda. Til lesenda Þegar ritstjórn Tenings settist niður á kaffihúsi til að setja saman ávarp til lesenda, bar þar að fræðimann nokkurn sem var nýkominn af handrita- deild Landsbókasafnsins, þar sem hann hafði fundið í ómerktum skjala- böggli drög að formála tímarits frá því skömmu fyrir aldamót. Eftir að hafa lesið formálann komumst við að þeirri niðurstöðu að hann væri í fullu gildi enn í dag og að við hefðum engu við hann að bæta. Varð það að ráði að við birtum hann hér og væntum við þess að lesendur verði nú nokkurs vísari um þær aðstæður sem leiða til stofnunar slíkra tímarita, um þau markmið sem útgefendur þeirra hafa löngum sett sér, og á hverju það veltur hvort þeim tekst að skjóta rótum í menningarlífinu. Lesari góður! Nú um nokkurra ára skeíð hefir það verið altalað hversu brýn þörf sé á tímariti fyrir listirnar og bókmentirnar í landinu, og eígi aðeíns þær, heldur og fyrir hverskyns umræðu um hvaðeína sem þeím viðkémur. Aðeíns örfá rit hafa rækt þetta hlutverk svo bragð sé að en flest hafa þau lognast útaf; nú um stundir er að heíta má aðeíns eítt þesslags rit í landinu og vitað er að þar er rúm takmarkað og ófáir þeír sem frá verða að hverfa með verk sín eða ritgjörðir. Þetta gildir þó eínvörðungu um skáldskapinn og bókment- ■ irnar; því að aðrar greínir, svo sem myndlistin og tónlistin, lifandi mynd- irnar, já jafnvel leíklistin, hafa orðið að nægjast við síður dagblaðanna, þó að óskjaldan sé kastað til höndunum þar sem dagblöðin eíga í hlut, enda er þeím iðulega fleygt að loknum lestri. Satt best að segja hlýtur það að mega teljast öldungis furðulegt að eígi skuli fyrir löngu hafa verið ráðin bót á þessu ófremdarástandi í menníngarefnunum, eínkum ef hliðsjón er höfð af gróskunni í útgáfu tímaritanna hér á árum áður. Enda er það svo, að rithöfundar og listamenn og ekki síður margur áhugamaðurinn hafa á undangeínginni tíð ákaft lýst eftir einhverju riti fyrir þessar listanna greínir, því að öllum má ljóst vera hvílík nauðsyn er á þesslags tímariti nú um stundir þegar margbreytileikinn í skáldskapnum og listunum er orðinn svo mikill að illgjörlegt er fyrir lesarann að átta sig á þeim án fulltíngis tímaritanna. Vér vonumst því til að undirtektirnar við þessu voru riti verði sem bestar, því að á þeím fyrst og fremst hangir það hvort ritið nær að framhalda upphöfnu verki. Ritstjórnin. 1

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.