Teningur - 02.12.1985, Síða 48

Teningur - 02.12.1985, Síða 48
skyldulífi til dæmis. En ég er yngri, þetta er búið að vera stíllinn í það mörg ár að maður var að sjá ýmsa fara illa út úr þessu, verða bara hallærislegir og gamlir, fyrir utan það að ég vissi það nteð sjálfan mig að ég þurfti að hafa einhvern aga á mér vegna þess að ég hafði hreinlega ekki nógan viljastyrk til að vinna eitthvað skipulega annars. Ég hafði trú á því þegar ég gerðist allt í einu fjölskyldumaður í staðinn fyrir að ferðast um alla veröldina og vera eitt- hvað hóbó, að það myndi nýtast mér til þess að vinna. Kannski speglast líka í þessu að maður er að réttlæta fyrir sér hlutskipti sitt með því að kveða niður þessa bóhemaímynd. Það sem ég hafði áhuga á að gera var að skrifa skáldsögu og þá passaði þetta alveg því þá situr maður bara við. Sest niður á morgnana og vinnur allan daginn skipulega, kemst ekkert upp með neitt annað, hefur skyldum að gegna við fleiri en sjálfan sig og getur ekkert farið á fyllirí þegar manni sýnist. En þetta liafði verið blómatími fjöl- ritaskáldskaparins og það var hætt að vera spennandi, orðið hallærislegt. Loftrœsting er fyrsta sjálfsútgáfubókin sem ekki er vélrituð og fjölrituð heldur sett. Ég ákvað að hafa þetta forlagsnafn — Örbylgjuútgáfan — í staðinn fyrir „gefið út af höfundi" eða hvað það var til að markera mig soldið frá þessu. Síðan lield ég að þetta hafi dottið upp fyrir þar til Medúsumenn fóru að gefa út sjálfir... — Petta er öðruvísi hjá þeim... Já, það er öðruvísi. Þeir eru með þetta sérstaka flipp sitt... — Hvernig fór með skáldsöguna? Ja, ég var ekkert búinn að gefast endanlega upp þótt ég vissi að þessi sem ég hafði verið með í takinu væri vonlaus og þegar ég var kominn til Kaupmannahafnar og farinn að sitja á Konunglega bókasafninu fór ég bara að skrifa aðra sögu, og það var Þetta eru asnar Guðjón. — Það hefur kannski farið eitthvað af hinni sögunni í hana? Það var nú lítið. En ég var í báðum að taka fyrir grillurnar sem maður hafði verið með sjálfur. í hinni sögunni voru það strákar sem sátu einhvers staðar og voru að bíða eftir að eitthvað gerðist. Þeir vildu lifa þessu bóhemalífi og voru alltaf að bíða — hvernig stendur á því aö það gerist aldrei neitt? Voru að fara í einhverja vinnu sem þeir höfðu ekkert upp úr og þetta. Plottið í þeirri sögu var að þeir ákveða að ræna bankabíl frá Landsbankanum sem ég vissi að ók á milli útibúanna. Alveg sama ídean og var svo notuð í ÁTVR-ráninu. Og þeir ætluðu að sitja fyrir þessum bíl niðrá Vitastíg og bakka á bílinn og stökkva út með nælonsokka yfir hausnum, hirða sjóðinn. Þetta var ósköp lélegt og leiðinlegt. — Þegar þú kemur út, ferðu að beita öðrum vinnubrögðum? Nálgast þetta öðruvísi? Það voru alls konar gryfjur, spurn- ingar um frásagnartækni, sögumann. Söguna hafði ég í hausnum í fyrra sinn- ið og maður hélt að það yrði bara nóg að skrifa hana, eins og þetta hlyti að hafa verið. En svo fór ég að reka mig á » að ég kunni ekkert, hafði enga tækni að segja þessa sögu. Þess vegna varð þetta svona rnikið klúður, persónusköpunin til dæmis. Hana fór ég að stúdera, ég yrði að öðlast einhverja tækni við að búa til persónur, koma þeim upp ein- kennum. Svo vann ég þetta af mikið meiri hörku úti. Ég byrjaði á fullu á Þetta eru asnar Guðjón 1. janúar 1980. Hafði flutt út í september ‘79. Þetta var soldið verklaus tími hjá mér, fyrstu mánuðirnir. Ég var að koma mér í gang og svo er þetta alltaf leiðinlegur tími, síðustu mánuðir ársins, svona fin de siécle fílingur. Ég kláraði söguna minnir mig 17. desember 1980 og kom , henni á Óla Gunn sem var að fara til íslands. Hann átti að presentera þetta fyrir Iðunni, en einhver bók- menntaráðgjafi þar sagði að þetta væri ekki nógu gott, ekki útgáfuhæft. Og ég fékk hana endursenda og sendi hana til Máls og menningar, — í Þorleif, þennan agalega mann — en honum leist vel á hana. — Þú varst að tala um að þú hefðir í Ijóðunum verið að kveða niður vissa ímynd. Varstu þarna kannski að kveða niður part af sjálfum þér? Ég veit það ekki. Þessi frasi með að „skrifa sig frá“ er náttúrlega ónothæfur. En segjum að ég myndi skoða þetta hlutlægt, bara eins og ævisagnaritari, þá gerist það náttúrlega á sama tíma og ég er að skrifa þetta, að ég er að gerast , fjölskyldumaður, rniklu fyrr en ég hafði reiknað með. Ég hafði ætlað að ferðast um heiminn, vera á háskólum, á sjón- um og þetta, til allavega þrítugs, en svo gerist þetta og ég sé strax kostina við 46

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.