Teningur - 02.12.1985, Síða 38

Teningur - 02.12.1985, Síða 38
Þar sem sögueyjan rís i" Hjólað í Einar Kárason Islensk viðtalstœkni er komin svo langt frá sjálfri sér að þegar við byrjuð- um á að spyrja Einar um œtt og upp- runa varð Itann hvumsa: hvort við spyrðum í alvöru? Við sögðum já og þá sagði Itann já og þagnaði. í alvöru? — Já. Ja-há. — Líst þér ekki vel á það? Jú jú... Ég er fæddur í Reykjavík 1955. Af vestfirskum ættum. Báðir for- eldrar mínir, Camilla Einarsdóttir og Kári Gunnarsson, fæddust á ísafirði. Mamma er alin upp þar en pabbi var sendur sjö ára suður til fósturs hjá Ry- dens-hjónunum sem áttu Rydens-kaffi- brennsluna. Móðurafi minn hét Einar Kristján Þorbergsson og er nýlátinn á 95. aldursári. Ég er skírður í höfuðið á honum. Afi hans hét Einar Fransson — þetta var ég að uppgötva fyrir stuttu — hann var skáld. En annars hefur móðurætt mín örugglega þótt fremur ólýrísk — þetta var hörku svona dugn- aðarlið. Afi var sjómaður og amma húsmóðir með átta börn og þau bjuggu í litlu húsi þarna á ísafirði. Mestur varð barnafjöldinn á kreppuárunum, mamma er næstelst, fædd ‘25... En Ein- ar Fransson var hagyrðingur, eins og þeir voru þarna fyrir vestan, orti alls konar tækifærisvísur og gott ef hann skrifaði ekki einhverja þætti um ein- kennilega menn og svona. Ég fór að spyrja afa um þetta einhvern tíma í sumar og þá skrapp svolítið saman fyrir mér tíminn. Einar Fransson var miklu eldri en afi — oft munar ekki nema fjörutíu árum á tveim kynslóðum, en ég lield að á milli þeirra hafi verið eitthvað sjötíu ár. Og afi var að segja mér frá því þegar Einar Fransson var að yrkja um sig vísu, lítinn dreng: Einar Kristján yngismaður... eða eitthvað svoleiðis og við sitjum, við afi, uppi á Borgarspít- ala, núna 1985, og hann er að segja mér frá því þegar afi hans var að fara með vísu fyrir hann í lok 19. aldar, og sá afi er fæddur fyrir næstum tveim öldum. Allt var þetta komið þarna í eitt augna- blik á 6. hæðinni í Borgarspítala. Föðurafi minn aftur. hann hét Gunn- ar Andrew Jóhannesson og var soldið annar klassi. Hann var háskóla- menntaður, Gunnar Andrew, í heimspeki og gerðist svo... ég veit ekki hvað, hann var sýsluritari eða einhver fjandinn þarna fyrir vestan og stofnaði skátahreyfinguna þar, margir þekkja hann þannig. En amma mín aftur á móti var dóttir Jóseps Kvaran sem var bróðir Einars Kvaran og innleiddi ásamt honum spíritismann á íslandi... — Pú ert þá af einni aðal spíritistaœtt landsins... Þannig lagað. Það stóð einhvern tím- ann í Þjóðviljanum, einhverjum ætt- fræðidálki, að einn af okkar yngri höf- undum, Einar Kárason, væri náskyldur Einari Kvaran, en hann var sem sagt langafabróðir minn... En ég held það hafi lítið hvarflað að þeim í móðurætt- inni að fikta við listir, þetta er svo jarðbundið fólk og þau sögðu: „Hann hefur þetta úr föðurættinni" — en svo dúkkaði Einar Fransson upp mér til mikillar gleði. — Varstu eitthvað á ísafirði? Já já, ég var þar hjá afa og ömmu sem krakki á sumrin, svona mánuð og mánuð. Ég kom þar síðasta vetur á vegum menntaskólans til að lesa þar upp og það var höfðinglega tekið á móti manni því þetta hafði eitthvað verið kynnt, að ég væri eiginlega bara brott- fluttur ísfirðingur. Og Guðmundur Hagalín var nýdáinn og ég heyrði það svona aðeins utan að mér að þeim þætti nú ágætt ef ég færi að fylla það skarð. Vera ísfirski Höfundurinn. — En þú ert Reykvíkingur? Já já. Þetta er bara blöff, sko. Ég er meira að segja fæddur hér, á Gríms- staðaholtinu. En Hlíðarnar eru mínar bernskustöðvar, ég bjó í Úthlíðinni, í kjallaranum númer tíu. Þetta er lítil og kósí gata, mikill samgangur milli krakk- anna, gatan lokuð á veturna og sleða- brekka neðst í götunni. Þetta var alveg frábært krakkasamfélag og ef maður verður einhvern tímann rómantískur og gamall má örugglega gera um þetta svona Kári litli og Lappi bækur. — Var þetta svona saklaust og gott? 36 J

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.