Teningur - 02.12.1985, Qupperneq 28

Teningur - 02.12.1985, Qupperneq 28
sýnir hvað menn treystust til að bjóða almennum tímaritslesendum. Munur- inn er sláandi mikill. Nú var Réttur ekki stórt tímarit, og bókmenntaefni tók þar að jafnaði ekki nema hálfan sjötta tug blaðsíðna ár- lega, að meðtöldum greinum og rit- dómum. En í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda var á annan tug manna, og um mitt ár 1935 ákveða þeir að skapa sér nýjan vettvang. Eað þurfti að gerast á árinu til að minnast aldarafmælis Fjölnis. Því eins og hann hafði boðað rómantísku stefnuna og þjóðernis- stefnu, þannig átti ársritið nýja að boða nýja bókmenntastefnu, sósíalrealis- mann, og marxíska byltingarstefnu. Þetta gerðu Rauðir pennar mjög mynd- arlega — í ritgerðum og þýddum sögum. Frumsamdar sögur voru hins- vegar bara þjóðfélagsádeila. Það er mjög lítið til af íslenskum smásögum sem sýna stéttarbaráttu öreiganna, og þær birtust nær allar í Rétti (Halldór Laxness: „Þórður gamli halti“, Halldór Stefánsson: „Hinn mikli segull", „1. maí“ og „Fyrsta verkfallið“, Ölafur Jó- hann Sigurðsson: „Listin að komast áfram í heiminum", Friðjón Stefáns- son: „í sjúkrastofu 11“ og „Stríðsfórn". Skástar sýnast mér tvær þær fyrst- töldu.) Síst er uppskeran ríkulegri í skáldsögum, enda þarf viðfangsefnið að vera höfundum nákomið og gerkunn- ugt til að það verði tekið skáldlegum tökum. Verkalýðsbarátta var auðvitað í landinu, og hélt áfram, en þá einkum fagleg, því nú er horfið frá byltingar- stefnu að samvinnu sem flestra gegn fasismanum. Of langt væri að rekja hér hvernig það gekk fyrir sig, en megintil- hneigingin er sú hjá kommúnistum um víða veröld, að draga úr verkalýðsbar- áttu, til að fá sem hnökraminnst sam- starf við borgaraleg öfl.6 Þessi þróun hefst um mitt ár 1934, en tekur að móta íslensk bókmenntatímarit á árinu 1936. Þá boða Rauðir pennar samfylkingu sem flestra um að vernda borgaralega menningu gegn fasismanum. En árið áður taldist sama menning svo gjörspillt í eðli sínu, að fasisminn væri eðlileg birtingarmynd hennar. Nú gekk auðvitað ekki greiðara að skálda á grundvelli samfylkingarbarátt- unnar en áður á grundvelli byltingar- stefnu. En samfylkingarstefnan birtist þá í því, að róttæku tímaritin birta æ meir af ópólitísku efni, enda þótt sósíal- realisminn sé áfram boðaður, fram yfir stríð, einkum gagnvart skáldsögum. Ef við nú (með ítrekun fyrirvara um slíka útreikninga) reynum að áætla hlut skáldverka sem á einhvern hátt láta í ljós sósíalísk viðhorf, þá lækkar hann jafnt og þétt í Rauðum pennum. Þetta er næstum því allt bókmenntaefni fyrsta árgangs, 1935, en er komið niður í 60% 1938, og hvarflar um það mark fyrstu fimm ár TMM (1940-44). En þá er hefðbundin þjóðernisstefna tekin að móta þetta svo mjög, að ég efast stór- lega um að nokkur veruleg pólitísk skil verði lengur fundin í íslenskum skáld- skap. í tímaritunum eru þau skil helst í greinum um þjóðmál, innanlands og utan, í efnishlutföllum greina, svo sem rakið var hér að framan, og að nokkru í ritdómum (með ádeilubókmenntum eða móti). Þegar kemur fram í seinna stríð, eru raunar aðeins tvö almenn menningar- tímarit eftir, þau eru áþekk að stærð. Það eru Eimreiðin og Tímarit Máls og menningar. Seinna komu til mjög merk tímarit, en urðu fremur skammlíf. Þar á ég einkum við Helgafell, 1942—46, og Birting, 1955—68. Hér er því skarð fyrir skildi. En sum- ir munu mæla, að í stað allra þessara menningartímarita komi m.a. að nú séu dagblöðin miklu efnismeiri og fjöl- breyttari en var fyrir stríð. Rétt er það. En á efni þessara tvenns konar fjöl- I XX. ÁRG— 1935 L_r RETTUR TÍMAHIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL ritstj: einar olgeirsson EFNiSYFIRLfT: HALLDÓK KIUAN LAXNESS: ÞÓBÐUB CAMLl HALTI SAOA FRÁ ». NÓVEMUER. KRISTINN ANDRÉSSÓN: HAIXIMltt KIUAN LAXNW ,.*IÁtFS*ABTT 1’ÓI.K- AFQRtlÐSLA „RÉTTUR' ARG. Kr. 5.00; lauoaveg aa revkjavIk box *t miðla er eðlismunur. Menn leggjast að jafnaði miklu dýpra og eru víðfeðmari í grein fyrir ársfjórðungsrit en fyrir dag- blað, sem hvort eð er verður öllum horfið og gleymt eftir tvo daga. Tímarit geyma menn og lesa af meiri gaumgæfni. Er hér raun til, að tímarit millistríðsáranna eru full af andríkum greinum, svo að slíkar sjást varla lengur. Einkum eru minnistæðar rit- deilur, þar sem helstu vígapennar þjóð- arinnar hvesstu hver annan og skerpt- ust að hugsun. Þannig urðu þeir miklir greinahöfundar: Þórbergur Þórðarson, Halldór Laxness, Ragnar Kvaran, Sig- urður Einarsson, Gunnar Benedikts- son, Kristinn E. Andrésson, Sigurður Nordal og margir fleiri. Menn kunna að svara því til, að þess- ir ritsnillingar hafi ekki mótast svo mjög af vettvangi sínum sem af al- mennum aðstæðum menningar sinnar. Háði ekki kirkjan sitt dauðastríð á þess- um tíma? Var ekki spíritismi í út- breiðslu, sósíalismi og fleira? Er þetta menningarstríð ekki afleiðing víðtækra þjóðlífsbreytinga, sem koma tímarita- útgáfu lítið við: sveitafólk flyst á mölina 26

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.