Teningur - 02.12.1985, Síða 21

Teningur - 02.12.1985, Síða 21
Örn Ólafsson Menningartímarit milli stríða Á áratugunum milli heimstyrjald- anna átti íslensk bókaútgáfa erfitt uppdráttar. Á tíu ára tímabili, 1920—29 birtust að meðaltali tíu frumsamin skáldrit (smásögur og skáldsögur) ár- lega, en tólf ljóðabækur. Á árunum 1930—39 birtust að meðaltali átján ljóðabækur en fjórtán frumsamin skáld- rit árlega. Töluverðar sveiflur eru frá til árs, en útgáfan er greinilega í stöðug- um vexti, einkum frá árinu 1934 að telja. En þessar sveiflur geta verið nokkuð tilviljunarkenndar, því hér er um fjölda titla að ræða en ekki fjölda seldra bóka. Til samanburðar má minna á, að 1984 birtust mun færri titlar en 1983 - af því að menn bjuggust við samdrætti, og vegna verkfalls prentara. En bóksala varð svo víst meiri 1984 en 1983. Annað atriði kemur til. Árið 1931 sagði Árni Hallgrímsson ritstjóri í yfir- litsgrein um bókaútgáfu, að flestir séu nú hættir henni, sem við hafi fengist, enda muni hún ekki vera arðbær. Flest skáld verði því að basla við að gefa út bækur sínar á eigin reikning. Þetta kemur líka oft í ljós á titilblöðum skáld- verka frá þessum árum. Margir fleiri ræddu urn þetta vandamál, hve lítið almenningur keypti af bókurn. Jón Sig- urðsson frá Ystafelli lagði til að bóksal- ar lækkuðu stórlega verð á bókum sín- um, salan myndi þá aukast svo mjög, að þeir fengju síst minna í sinn hlut. Ársæll Árnason bókaútgefandi svaraði þetta sama ár, 1928, og benti á gamlar góðar bækur, sem enn fengjust á mjög lágu verði, miðað við nýjar, en seldust þó ekki. Veruleg breyting til batnaðar varð loks á árinu 1938 með skipulegri uppbyggingu bókaklúbba: fyrst Máls og menningar og síðan Menningar- og frceðslusambands alþýðu. Á móti því hve lítil umsvif voru í bókaútgáfu kom veruleg gróska menn- ingartímarita á þessum árum. Á þeim vettvangi fengu því skáld birt ýmislegt efni eftir sig, miklu fremur en nú hefur verið um langt skeið. Árið 1928 sagði Jón Sigurðsson í fyrrnefndri grein: „Allir vilja sjá tímaritin Skírni, Eimreiðina, Iðunni og Vöku. Lang- mestur hluti af bókakaupafé almenn- ings gengur til tímaritanna." Jón vildi sameina tímaritin, en Ársæll Árnason, útgefandi Iðunnar og áður Eimreiðar- innar, neitaði þeirri röksemd Jóns, að þau birtu öll svipað efni. Ársæll taldi þau fremur bæta hvert annað upp, enda væru margir sömu kaupendur að þeim öllum. Víðlesnustu tímaritin hefðu um tvö þúsund kaupendur, en útbreiddustu blöðin um fjögur þúsund. - Hvað skyldi nú mega gera ráð fyrir mörgum kaupendum á hverja áskrift að jafnaði? Oft voru tímaritin keypt á mannmörg heimili, bókasöfn, lánuð milli vina. Skyldi fólk ekki hafa lánað lesefni miklu meira milli sín, en tíðkast hefur nú undanfarin ár, í velmeguninni? Er þó mikið um þetta núna, þar sem ég hef þekkt til. Ef gert er ráð fyrir fimm lesendum á áskrift, þá hafa út- breiddustu tímaritin náð til tíu þúsund rnanns, eða um tíunda hluta þjóðar- innar. Uppruni En liver voru þá þessi tímarit? Fyrst skal frægan telja Skírni, elsta núlifandi tímarit Norðurlanda, stofnaður 1827. Hann var árlegt fréttarit fram til 1905 (og beint framhald af íslenskum sagna- blöðum, 1816—1826). Tímarit Hins ís- lenska bókmenntafélags kom út hjá sama félagi 1880—1904, ársfjórðungsrit framan af, síðan ársrit, og það er í rauninni það sem heldur áfram 1905 undir nafninu: Skírnir. Tímarit hins ís- lenska bókmenntafélags. Það kom fjór- um sinnum á ári, um fjögur hundruð blaðsíður, og var býsna fjölbreytilegt: kvæði, sögur, frásagnir, greinar um ýmis þjóðmál, sögu og bókmenntir, rit- dómar, meðal annars. En 1921 verður Skírnir ársrit, dregst saman niður í 160— 180 blaðsíður, og æ meir helgaður ís- lenskum fræðum. Annar þráður liggur samhliða Skírni. Fjölnir, tímarit Jónasar Hallgrímssonar og félaga kom út árlega í Kaupmanna- höfn, 1835—47. Hann var boðberi róm- antísku stefnunnar í bókmenntum, framsóknar í þjóðfrelsis- og atvinnu- 19

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.