Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 11

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 11
teikni- og t.d. miðlishæfileika, en vegna þess að það er ekki hlúð að þeim detta þeir út. En svo getur verið að ég sé að tala of hátíðlega um þetta. — En hvernig líður þér þegar þú ert að vinna? Vel eða illa? Það er nú mjög misjafnt, en það er alger misskilningur að maður vinni í einhverri sæluvímu, að það sé svo voða- lega gaman að gera þetta. Ég hef aldrei kynnst því, eða finnst þér það? — Nei, ég hef vantrú á þeim verkum sem gaman er að gera. Og þegar andinn kemur yfir mig er eins og ég vilji losna við hann, án þess að geta það. Kannski vegna þess sem þú varst að segja, það er einhver annar sem á hann? Þegar ég er að mála byrja ég kannski tiltölulega bjartsýnn, en geng svo í gegnum þunglyndisskeið, mér finnst myndin hálf vonlaus, og þar held ég að margir myndlistarmenn hætti. En þá er einfaldlega ekki nógu miklum sjálfsaga beitt. Það eru svo margir sem kynnast því ekki að það er hægt að halda áfram. Þetta eru ályktanir úr kennslunni. En svo allt í einu er maður farinn að ráða við myndina, þá hætti ég ekki svo auð- veldlega, og ef ég hætti til þess að fara að sofa, þá sef ég ekki. — En hvenœr er mynd búin? Já, það er nú erfitt að segja, hún heldur eitthvað áfram af náítúrulegum hvötum eftir að maður er hættur að vinna við hana. Ætli hún sé ekki búin þegar viðgerðarmennirnir byrja á henni. — En geta slœmar myndir lagast ef þú setur þœr í skammarkrókinn? Já, það gerist oft með málverk og teikningar, ég legg þeim og tek svo fram eftir 3—4 ár, og þá eru það kannski bestu myndirnar. — Og öfugt kannski? Já, þetta er kannski það hættulegasta við þessar sýningar, maður velur kannski vitlaust á þær. T.d. hélt ég eftir ■ Græn nótt. 1983. Olía á striga. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.