Teningur - 02.12.1985, Side 11

Teningur - 02.12.1985, Side 11
teikni- og t.d. miðlishæfileika, en vegna þess að það er ekki hlúð að þeim detta þeir út. En svo getur verið að ég sé að tala of hátíðlega um þetta. — En hvernig líður þér þegar þú ert að vinna? Vel eða illa? Það er nú mjög misjafnt, en það er alger misskilningur að maður vinni í einhverri sæluvímu, að það sé svo voða- lega gaman að gera þetta. Ég hef aldrei kynnst því, eða finnst þér það? — Nei, ég hef vantrú á þeim verkum sem gaman er að gera. Og þegar andinn kemur yfir mig er eins og ég vilji losna við hann, án þess að geta það. Kannski vegna þess sem þú varst að segja, það er einhver annar sem á hann? Þegar ég er að mála byrja ég kannski tiltölulega bjartsýnn, en geng svo í gegnum þunglyndisskeið, mér finnst myndin hálf vonlaus, og þar held ég að margir myndlistarmenn hætti. En þá er einfaldlega ekki nógu miklum sjálfsaga beitt. Það eru svo margir sem kynnast því ekki að það er hægt að halda áfram. Þetta eru ályktanir úr kennslunni. En svo allt í einu er maður farinn að ráða við myndina, þá hætti ég ekki svo auð- veldlega, og ef ég hætti til þess að fara að sofa, þá sef ég ekki. — En hvenœr er mynd búin? Já, það er nú erfitt að segja, hún heldur eitthvað áfram af náítúrulegum hvötum eftir að maður er hættur að vinna við hana. Ætli hún sé ekki búin þegar viðgerðarmennirnir byrja á henni. — En geta slœmar myndir lagast ef þú setur þœr í skammarkrókinn? Já, það gerist oft með málverk og teikningar, ég legg þeim og tek svo fram eftir 3—4 ár, og þá eru það kannski bestu myndirnar. — Og öfugt kannski? Já, þetta er kannski það hættulegasta við þessar sýningar, maður velur kannski vitlaust á þær. T.d. hélt ég eftir ■ Græn nótt. 1983. Olía á striga. 9

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.