Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 47

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 47
ortu um draumfarir og konur sem hjúkruðu þeim. Þeir töluðu á alveg sér- stakan hátt, gengu hoknir í úlpum og seldu ljóðakver upp úr hliðartösku á Mokka. Þetta fór í mig. Ég held það séu fimm ljóð af tuttugu sem séu ein- hvers konar árásir á þetta. Það voru líka svo margir sem maður þekkti sem voru ekki skáld eða listamenn í neinu öðru en að vera skáldlegir og lista- mannslegir. Það fóru margir illa út úr þessu, menn sem settust niður og gerð- ust skáld, sátu á Mokka eða drukku rauðvín og voru alltaf með einhverjar bækur í takinu, þóttust vera að gera eitthvað — margir af þessum döguðu illa uppi í lyfjasukki og svoleiðis veseni. Það eru til hryggileg dæmi um það. Megas lýsti þessu seinna, hvernig hann var allur í þessari ímynd og hún var að fara með hann. Þetta át voðalega upp allt kreatívítet. En ég er kannski heppinn að vera á réttum aldri með þetta, því að þetta, að vera Ijóðskáld og vera um leið hálfgerð- ur bömm, gefa sjálfur út illa prentaðar bækur, verða voðalega ofsóttur við að selja þetta upp úr hliðartöskunni og svona gráti nær yfir hlutskipti sínu — það var sérstakur tónn við að segja „ljóð“ eða „skáld“, einhver grátkonu- tónn í þessu — þetta var búið að vera lína; það var alveg sægur manna sem var í þessu, menn sem maður hafði litið upp til á menntaskólaárunum. Það er margt sem blandast inn í þetta: skálda- ímyndin, bóhemímyndin og svo líka ‘68 kynslóðarímyndin, róttæknin, andstaða gegn borgaralegum hefðum, kjarnafjöl- skyldunni og þessu, dýrkunin á að vera bóhem og ferðast um fjarlægar deildir jarðar, reykja hass og drekka rauðvín, fara til Suður-Ameríku í leit að svepp- um og allt þetta. Og það sem var álitið allra verst, það sem átti að kyrkja alla uppreisn og sköpun, það var að lifa einhvers konar borgaralegu lífi, fjöl- Líf Ég hugsa um það hvernig ég hef hagað mér frá því í morgun og ég er orðinn mjög þreyttur. Og hvernig á ég að haga starfi mínu á morgun? Samt finnst mér nokkurt áhorfsmál hvort ég ætti nokkuð að vita af mér fremur en ég vissi nokkuð af mér frá því snemma í ntorgun, en láta tímann líða af sjálfu sér, ef ég þarf þá nokkuð að vita af því að lífið líði eða að ég sé til. Annað veifið hugsaði ég mér að ég skyldi fríska mig á kaffi, því ég fann til hrolls, en það kólnaði hvað eftir annað, því ég gleymdi því jafnan þar til einhvern tíma um síðir. Og enn er það kalt. Mér er sama. Ég hlýt að hafa haldið áfram að skrifa lotulaust í allan dag, en ég hef ekki hugmynd unt á hve mörg blöð ég hef skrifað, og þannig hefur tíminn ekki með neinu móti liðið, því ég veit varla til þess að ég hafi verið til. Hvað varð þá um mig? Hvað varð um hamíngju mína? Hvað varð um lífið yfirleitt? Hvert er líf mitt? Ég veit það ekki. Líklega er það ömurlegra en orð fái lýst, ef það er hvorki ríkt né fátækt. Ég finn aðeins að ég er dofinn. Það hlægir mig jafnvel að hugsa um að mér finnist ef til vill eitthvað gott að hafa skapað. Ég brosi að þessum fáránleika. Ég hef einhvern grun um að ég gæti hafa skrifað eitthvað sem hafi eitthvert gildi, þar sem ég hef verið á valdi einhvers æðri máttar, en hef þó ekki löngun né getu til að lesa það. Ég finn aðeins að ég er útkeyrður, að ég er frávita í hugsun og mjög sljór. Ég megna ekki meir en dragast að hvílunni, en án vilja, með hrolli, í lyktandi peysu og í buxum sem límast við þvalan púnginn. En er þetta líf? Þetta er líklega Iíf sem aðeins skrælíngjar gætu lifað við? Ég læt mér standa á sama um það að sinni, nenni ekki eða hef varla mátt til að vita livað til er í því, en tek samt út kvalir af hugsunum um það. Ég held að fáir mundu vilja lifa slíku lífi, og ef til vill þekkja fáir slíka reynslu? Ég veit það ekki, og mér er einnig sama um það. Mér finnst ekki að ég vilji vita neitt í þessum heimi. Mig lángar ekki til neins nema þess að vera saklaus af því að hugsa. Ég lifi dapurlegu lífi þeirrar hugsunar sem nú skýtur upp kollinum: að ég skuli aldrei hafa hugsað jafn meðvitað um ástand slíkrar afvegaleiðslu og ég geri nú. En við það verð ég líka kaldur og rýninn. Og er það ekki ljótt, að berja sjálfan sig sökum fyrir það líf sem manni er gert að lifa? 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.