Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 17

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 17
Já, hann finnst mér mjög skemmti- legur. Ég skil ekki menn sem skoða hann eins og venjulegan brandara. Hann er einn sá fyndnasti brandara- teiknari sem ég hef séð. Þetta er svo klisjukennt og merkilegt að það skuli vera fyndið. — En míga, ríða, kúka. Þú ert nokkuð kunnur fyrír tippin í myndunum þínum? Já, þetta kemur alltaf annað slagið fram hjá mér, en þó í minna mæli en menn vilja vera láta. Þetta er fyrst og fremst myndrænt atriði. Kannski er þetta líka vegna þess að þessir hlutir eru hvað næst fruminu í manni. Ef við skoðum myndlistarsöguna og bók- menntirnar, þá er þetta mjög algengt, hvort sem aðhaldið var mikið eða lítið. Listamenn sem voru að vinna hjá kirkjunni laumuðust í þetta, og öll frumstæð list er yfirfull af þessu. Þetta er bara eitthvað grunntema í öllu lífinu. Ég held að það sé mjög auðvelt að sjá muninn á þessu og því þegar menn nota sömu hluti upp á ljótleikann. Ég get nefnt sem dæmi úlfamyndina, þar sem þeir setja tippin svona saman, þá finnst mér þeir vera að þreifa sig áfram í veröldinni, saklausir, frekar en þetta sé eitthvað ógeðslegt hommastand. — Að tippið sé eins konar radar mannsins? Já, mér dettur það í hug. — Þetta er þá kannski ekkert kynferðis- legt hjá þér? Kannski — sáralítið — en maður verður að gera sér grein fyrir því að kynferðið leiðir meira og minna allt mannkynið. Á hengiflugið. — Stundum finnst mér þetta þreytandi hjá þér, þegar allt, pulsa, tunga, nef og skott, verður að tippum? Já, finnst þér að ég ofnoti þetta? Þetta hefur minnkað upp á síðkastið, kannski aðallega vegna þessa misskiln- ings, fólk heldur að ég sé reyna að Happy life in the... 1982. Akrýl á pappír. misbjóða því. En þá kemur eitthvað annað, ég hef málað eplauppstillingu, mjög hefðbundna, sem fólki fannst ögrandi. — Notarðu tákn? Já, í myndum mínum eru alls konar tákn, sem hafa orðið að táknum vegna endurtekninganna. En ekki tákn sem ég get þýtt bókstaflega. — Þetta eru ekki táknfyrir eitthvað ann- að, lieldur aðeins tákn í sjálfum sér? Já, eða tákn þessa heims sem hefur orðið þarna til. — En t.d. þegar þú málar engil, hvað meinarðu með því? Eitt atriði er algengt í myndum mín- um, er næstum því í hverri einustu mynd, og það er tákn sakleysisins. En það getur verið í líki hvers sem vera skal, s.s. dýrs, engils, manns eða ein- hvers sem virðist abstakt form við fyrstu sýn. Það getur jafnvel verið nátt- úran í bakgrunninum. Engillinn er ekki alltaf besta dæmið um sakleysið, hann getur oft brugðið til beggja vona, sam- anber þessa föllnu engla. Hann er frek- ar lævís, hann getur haft eitthvað í valdi sínu. Svo eru þeir hluti af hinni upplif- uðu myndlistarhefð, ég býst ekki við að ég tæki upp á því fyrstur manna að mála engil, en mér þætti ekki ólíklegt að samsvarandi fyrirbrigði gæti hafa orðið til. — Mér hefur fundist að málverkin þín virki betur saman á sýningum en hvert í sínu lagi? Ég held að sýningin sé aukahlutur, en það er líklega rétt hjá þér að saman 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.