Teningur - 02.12.1985, Side 54

Teningur - 02.12.1985, Side 54
— Hvernig finnst þér viðtökurnar liafa verið við bókunum þínum? Ég veit það ekki. Maður er náttúr- lega ánægður þegar fólk segir að því finnist þetta skemmtilegt. Mér finnst ég sjaldnast vera misskilinn, því ég er yfir- leitt ekki að koma neinum sérstökum skilningi á framfæri. Mörgum er voða- lega uppsigað við sefjunarþáttinn í bók- menntunum, listin eigi ekki að sefja, bókmenntirnar eigi ekki að láta fólki líða vel og annað slíkt, heldur eigi að vekja til umhugsunar, skapa mönnum nýja sýn. En mér er sefjunarhlutinn mjög kær. Mér finnst verkið hafa heppnast ef fólk límist við bókina, get- ur ekki lagt hana frá sér og er í annar- legu hugarástandi þegar hún er búin. Veit ekki hvort það á að hlæja eða gráta... — Nú töframœttinum... Já, það er essens listarinnar. I sam- bandi við frásagnartæknina, þá var það mikið línan á þessum árum þegar mað- ur er að lesa litteratúr í menntaskóla og háskóla — að það mátti ekki gera les- andanum of auðvelt fyrir. Alltaf verið að brjóta upp, hann átti að leggja svo mikið á sig að brjótast í gegn, og þá var það líka svo gefandi. En sértu sögu- maður, alveg sama hvaða sögu þú ert að segja þá verðurðu að kunna að segja sögu. Það geta tíu manns reynt að segja sömu frábæru söguna, níu af þeim kunna það ekki — þá tapar maður at- hyglinni um leið, fer að hugsa um eitt- hvað annað. Þetta eru lélegir sögu- menn, þeir kunna ekki frásagnarlistina. Mér fannst sumir höfundar brenna sig illa á því að vanrækja þetta, að kunna að grípa lesandann til að hann geti ekki lagt frá sér bókina á fyrstu síðunum. Það er til dæmis fatal feill ef þú ert að segja sögu, að skrifa hana eins og leikrit, byrja á sviðslýsingum sent er hundleiðinlegt að lesa. Eg man eftir einni bók til dæmis, þar sem fyrstu fimm eða sex blaðsíðurnar — sem ég ætlaði aldrei að komast í gegnum — voru bara kyrralífsmyndir, sviðsetning, nákvæm lýsing á húsum og bílum fyrir utan. Svo er farið inn í húsið og þá koma langar lýsingar á innan- stokksmunum áður en farið er að snerta á nokkru sem grípur. Þetta var allt hversdagslegt umhverfi, kannski hefði ekki skaðað að skjóta því inn einhvers staðar, en skipti sáralitlu máli fyrir söguna. Marquez er mjög meðvit- aður um þetta. Hann segir að fyrsta setningin skipti mestu máli. Ef fyrsta blaðsíðan grípur ekki þá gengur þetta ekki. — Og nú er það Gulleyjan. Já. Hún er meðvitaðast skrifuð í klassískum stíl. Það getur verið að þetta sé gamaldags skáldsögustíll, — en þetta er klassísk frásagnarlist. — Petta braggaltverfi, þtí byggir það á ákveðinni fyrirmynd, er það ekki? Nja... Thulekampur var aldrei til og það kemur hvergi fram hvar hann er í bænum. En rétt eins og persónurnar eiga sér einhverjar kveikjur, þá bjuggu þær í einu braggahverfinu, en það held ég að hafi verið mjög ólíkt Thulekampi. Það eru voða margir sem telja sig þekkja þetta. Það var viðtal við konu, sem bjó mörg ár í Kamp Knox, í Þjóð- viljanunt og hún taldi sig vita að ég væri að skrifa um það hverfi. Og fleiri sem bjuggu þar héldu það. En það er algjör vitleysa, ég veit ekkert um það hverfi. Hún fór að segja í þessu viðtali að þetta væri bara vitleysa hjá mér, það hefði ekkert verið svona helvítis eymd þarna. Hún lýsti þessu eins og einhverri lista- mannanýlendu. Eins og þetta hefði ver- ið einhver Kristjanía. En það er nú líka helvítis eynid og viðbjóður í Kristjaníu. — Þú ert ekkert voðalega upptekinn af þessu kynferðislega í þessum bókttm þínum. Var kannski búið að afgreiða það allt? Mér finnst það. Það fer eitthvað að losna um sex í bókum og bíómyndum á 6. áratugnum eftir viktoríanska sið- prýði. Og svo trommar einhver upp með það, að sexið, hvort sem maður var freudisti eða ekki, væri eitthvað sem mestu máli skipti fyrir alla í lífinu og að gleyma því væri bara fölsun. Og það fara náttúrlega að koma samfaralýsingar í hverri einustu bók og hverri einustu bíómynd — en í rauninni er þetta alltaf sama sagan, þetta er allt- af sama lýsingin, meira eða minna sami hluturinn sem gerist. Og þá sem hafa lesið kalla eins og William Burroughs og Charles Bukovsky er erfitt að sjokk- era með klámi. - Hvernig horfir hefðin við þér? íslenskir skáldsagnahöfundar og sagnaritarar eru margir að skrifa í tradi- sjón höfunda frá 13. og 14. öld. En þeir voru ekki að skrifa skáldsögur í nútíma- skilningi. Hefðin skiptir kannski mestu máli þannig að þjóðin á líf sitt undir epískum bókmenntum, þessum stór- kostlegu sögum sem eru perlur í mið- aldabókmenntum heimsins. Náttúrlega hefur þetta sitt að segja fyrir metnað- inn, það er alltaf einhver metnaður sem rekur mann áfram. Draumurinn var að verða sagnaskáld — það var það stærsta sem maður gat ímyndað sér í lífinu eins og þeir voru þessir kallar. Mann dreymdi ekki um að verða knatt- spyrnuhetja eins og þeir í landsliðinu sem tapaði 14—2 fyrir Dönum. Ég held að í mannlýsingum til dæmis þá hafi maður smitast og lært af íslendinga- sagnahöfundunum. — Og Laxness. Kaflinn um stofnfund Kárakappa minnir dálítið á það þegar kallarnir eru að hittast í Sjálfstœðufólki. Jájá. Þegar þeir sitja þarna hjá Bjarti og tala um vankann og stríðið. Fyrsta kaflann í hlutanum „Veltiár" las ég hundrað sinnum. Jújú það er alveg rétt. Þessu slær sjálfsagt inn. 52 J

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.