Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 53

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 53
Ja, ekki svo mikið. Það var meira þessi litteratúr sem bjó til þessa amer- ísku töffaratýpu, Hammett og Chand- •er og þetta. Sam Spade kemur með þetta allt saman. Og svo bara Stikils- berja-Finnur og svona. ~ Pú hefur talað um hvað amerísk menning sé lík íslenskrí... Já. Okkar þjóðarsaga er landnema- saga. Þjóðmenningin hefur litast svo af landnemasögunum — útlaganum. Sama gildir um Ameríku. Og amerískar hetj- ur sem lita alla þessa amerísku menn- ingu og Elvis, Brando og Bogart túlk- uðu, þetta eru alveg sömu hetjurnar og íslendingar dýrkuðu: Grettir og Skarp- héðinn. Skarphéðinn Njálsson er alveg eins og Sam Spade og Philip Marlowe, vígður einhverri ógæfu og brynjar sig kaldhæðni. Og tilsvörin, svona rapp í kjaftinum. Skarphéðinn var náttúrlega ekkert glæsimenni og menn sáu í langri fjarlægð að það var eitthvað mikil sút sem þessi maður bar, en bar vel með harðri skel og svaraði: „Stanga þú úr tönnunum rassgarnarenda merarinnar" eða „Hirð þú eigi um það, mjólki þinn“. Og útlaginn, þessi sem Clint Eastwood er að leika í The Good, the Bad and the Ugly er alveg eins og Grettir. Þó að tragedían sé kannski meiri í Grettissögu og maður líki þessu ekki saman sem bókmenntaverkum. ~ / Djöflaeyjunni er skálclið heimssmið- ur. Guðjón er nálægt þér, en í hinni ertu að smiða heim, efnið er úr fortíðinni. Já. Þegar ég byrjaði á Djöflaeyjunni átti hún að vera í þriðju persónu og það hafði ég aldrei kunnað. Bókin um bankaránið var í þriðju persónu og það gekk ekkert og mér gekk ntiklu betur í Guðjóni. En ég sá svo að maður yrði að yfirvinna þetta. Það gekk ekki að skrifa alltaf í fyrstu persónu um eitthvað sem væri skylt manni sjálfum. Þegar ég var aö byrja að skrifa var módernisminn það sem máli skipti. Þetta var módern- isminn versus einhver sósíalrealismi. Og ég aðhylltist eiginlega hvorugt. Þessir íslensku nútímahöfundar sem voru uppáhaldshöfundarnir voru mód- ernistar. Sósíalrealisminn sem þá var að koma var kannski frekar þessi krítíski realismi Luckacsar. Menn voru að skrifa Buddenbrooks alveg á fullu. Fletta ofan af borgaraættunum og borg- arastéttinni í einhverjum fjölskyldu- sögum. Ég gat alveg aðhyllst öll rökin fyrir því að klassísk epísk skáldsaga væri úrelt en hins vegar fann ég það aldrei á sjálfum mér. Sagnalistin hafði alltaf verið líf mitt og yndi. En ég var með það á hreinu á þessi móralski real- ismi passaði mér ekki, mér fannst hann leiðinlegur og úreltur og það setur svip sinn á allt sem maður er að gera — maður kemur því svo fyrir að það sé útilokað að verið sé að móralísera, það sé verið að fletta ofan af einu eða neinu. Lögmál verksins er það eina sem skiptir máli og allir aðrir hagsmunir munu eyðileggja verkið. Og þegar ég byrjaði á þessari þriðju persónu frásögn vissi ég að þetta var gamaldags. Hafði sjálfur verið að bölsótast yfir því með Matta Sæm að nýraunsæið væri hálf ömurlegt fráhvarf frá Thor, Guðbergi og Svövu, sem ungir bókmenntanemar þá virtust álíta eitthvers konar Þrjú á palli litteratúrsins. En það sem ég sá athugavert við nýraunsæið var að við- fangsefnin voru svo gamaldags, og mór- alíseringin, fletta ofan af borgarastétt- inni eins og Balzac og Thomas Mann. Þegar módernisminn er bestur eru þetta miklu frekar lýrískar bókmenntir en epískar og Iýríkin var bara ekki mín sterka hlið. Svo sá ég að það gæti vel verið að þetta væru gamlar aðferðir sem maður er að nota, og hugsanlega er það rétt. Það má sýna fram á með með fræðilegum rökum að Skáldsagan hafi runnið sitt skeið á enda. En hins vegar var það, að frásagnarlistin, epíkin, hún hefur fylgt mannkyninu frá því það fyrst reis upp á afturlappirnar. Eins og einhver sagði í grein sem ég las: besta skilgreiningin á manninum sem tegund er „dýr sent segir sögur". Maðurinn verður maður þegar hann fer að skoða sjálfan sig og heiminn í sögu. Ef skáld- söguformið er úrelt til að búa til epík, hvað á ntaður þá að fara að gera? Yrkja vikivaka eða rímur eða hexametur eða eitthvað svoleiðis? Bókin eða Skáld- sagan — þetta er mér ekkert kært, það er bara frásagnarlistin. Hún gleymdist sjálf í þessu tali um form skáldsögunnar og uppkomu hennar og sögulegt hlut- verk. Það er sagt að skáldsagan sé listform borgarastéttarinnar og hins borgaralega þjóðfélags og það er nú ekki heillandi bylting ef hún er orðin úrelt strax á eftir. En að tala um að módernisminn sé úreltur eða dauður eins og rnaður heyrir svo marga gcra... ekki er það skárra. Klassísk frásagnar- list og módcrnískar skáldsögur drepa ekki eða úrelda hvor aðra frekar en lýrík og epík hafa gert. Þetta er bara sitthvort bókmenntaformið. — En maður sér á öllum þínum sögum að þú hefur lœrt af módernistum. Já já já. Það er svo margt sem þeir innleiöa í frásagnartækni. Til dæmis í Petta eru asnar, Guðjón, þar sem lýst er kaotísku fylliríi, þá gerir maður það best með módernískum, kaotískum texta. Þú nærð engum kaos-anda nema með kaos-byggingu. En það er varla til realískari bók en Tómas Jónsson met- sölubók. Steinar og Guðbergur eru oft stífir realistar, en í bókum Thors er allt miklu lýrískara. Kafli eftir kafla sent gæti verið prósaljóð, sérstaklega í Ópi bjöllunnar. — Steinar hefur haft sitt að segja fyrir Þ‘g- Já. Þær eru svo góðar þessar bækur, sérstaklega Ástarsaga og Farðu burt skuggi. Ogleymanlegar mannlýsingar. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.