Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 36

Teningur - 02.12.1985, Blaðsíða 36
Eiginlega getur hver og einn valið sér stund í kvikmyndasögunni, og hugsan- lega meistara, sem þeir kæra sig um að framlengja á sinn hátt, sem þeir vilja styðja sig við eða bera sig saman við í sköpunarstarfi sínu. Sumir, til dæmis Jim Jarmusch, velja sér næstliðið skeið kvikmyndasögunnar, módernar kvik- myndir. Aðrir, til dæmis Lars von Tri- er, wellesíska barokkið. Enn aðrir kjósa að láta sem þeir viti ekkert um þá strauma sem hafa brotist um kvikmyndirnar síðastliðin 20 ár og taka aftur upp þráðinn þar sem klassísk fullkomnun kvikmyndanna lét hann niður falla. Þeir síðastnefndu verða auðvitað fljótt fyrir ógnun akademism- ans, sem felst í því að láta sem gamalt torni og löngu þversprungið sé ennþá ferskt og í fullu fjöri. „Ramminn" sem þessir kvikmyndagerðarmenn reyna að komast aftur út úr í dag, er ekki sá sami fyrir þá alla. beir geta því ekki myndað eiginlegan „skóla". Það eina sem þeim er raunverulega sameiginlegt er vitund- in um að koma til sögunnar þegar allt hefur verið fullreynt og að þeir verði að komast út út því ástandi - en hver fyrir sig - til þess að reyna að komast í gegn um þetta dálítið hikandi tómarúm kvik- myndasögunnar. Myndefnakreppa Vitundin um þetta leiðir ekki ófrá- víkjanlega til maníerisma. Það fer allt eftir því hvernig henni er svarað. Það kom mér á óvart að heyra Godard og Wenders, til dæmis, lýsa yfir næstum því um leið því sama varðandi mynd- rammann: efnislega, að kvikmyndin hefði tapað tilfinningunni fyrir römmun myndarinnar sem á öllum fyrri tímum hefði verið í hávegum höfð. Þessari staðreynd svarar Godard með því að færa vandann til: hann lýsir því yfir við starfsfólk Je vous salue, Marie, að það sé ástæðulaust að leita að myndramma; það sé nóg að finna myndavélinni stefnu og réttan punkt: ramminn komi af sjálfu sér í kaupbæti. Wenders bregst við römmunarvandanum á „maníerí- skari" hátt með því að hleypa ofvexti í gildi rammans, þannig að áhorfandinn fær það á tilfinninguna að of sýnilegur ramminn sé eins og laus frá mynd- skeiðinu. Þegar menn einbeita sér þannig að einstökum vanda, sem er hiuti stærri heildar, verður það oft til þess að maníerískur ofvöxtur hleypur í þetta sérstaka atriði. Godard veit að honum er ómögulegt að ná jafn góðum árangri í flókinni lýsingu eins og í eldri kvikmyndum sem hann dáist að. Þess vegna velur hann allt aðra lausn: að lýsa ekkert, eða þá í lágmarki. Og þannig finnur hann upp nýja fagur- fræði. En maníeríska viðhorfið er ekki bara formlegt svar við formlegum vanda. Maníerismi kvikmyndanna í dag er bersýnilega samfara myndefnakreppu. Á tímum þegar ný myndefni, eða að minnsta kosti í takt við tímann, leggjast ekki á kvikmyndagerðarmenn, þá er mjög freistandi að taka til láns hjá liðn- um tíma gömul og slitin myndefni án þess að trúa í rauninni á þau og fjalla um á maníeríska vísu til þess að reyna að yngja þau upp á yfirborðinu. Það er eflaust einkennandi fyrir mikinn hluta kvikmyndagerðar dagsins í dag, hvort sem hún hallast til akademisma eða maníerisma, að kvikmyndagerðar- mennina skortir myndefni sem þeir gætu haft næga trú á. Sumir þeirra halda áfram að marka sér leið nokkurn veginn óhultir fyrir maníerískri freistni. Það eru þeir sem eiga sér svo persónu- legt myndí>//i/ að það elur af sér sí- endurnýjaða kvikmyndalöngun (Roh- mer); eða þeir sem bera slíkt traust til kvikmyndanna að þeir finna myndefnið um leið og þeir gera myndina (Go- dard); loks eru þeir sem treysta svo á augnablikið þegar þeir hitta fyrir raun- veruleikann, að þeir finna þar líka bæði hið eina sanna myndefni og sína eigin kvikmyndagerð (Pialat). Sjálfsafgreiðsla > Hingað til hef ég talað um aðstæð- urnar sem samtíma maníerismi er sprottinn úr og hafa fært okkur kvik- myndir sem eru allrar athygli verðar og jafnvel aðdáunar. En eftir 1980 höfum við séð koma fram í dagsljósið nýja gerð kvikmyndaframleiðslu — sérstak- lega þegar talað er um „nýtt myndmál". Þar er líklega um að ræða annars konar maníerisma: eins konar veikleikamaní- erisma. Þar á ég við þá kvikmyndagerð- armenn sem telja kvikmyndirnar hvorki eiga meistara né sögu, heldur líta þeir á þær sem einn óskipulegan forða sem þeir geti gengið í menningar- , lega „ósnortnir" eins og duttlungar þeirra sjálfra eða tískan bjóða þeim í brjóst. Þannig hyggjast þeir takast á hendur að endurhæfa 90 ára hugarflug kvikmyndasögunnar. Sú sýn á þátíð kvikmyndanna sem felst ekki í að sópa öllu burt til að byrja upp á nýtt frá grunni, heldur opnar sjálfsafgreiðslu, á trúlega að miklu leyti rætur að rekja til sýninga sjónvarpsins, þar sem allar kvikmyndir týna á vissan hátt sögu- legum uppruna sínum og vísun á ein- stakan kvikmyndagerðarmann. í bók sinni L'irréel setur Malraux fram tilgátu um að maníeríska tímabilið í málaralist- inni eigi sér að nokkrunt hluta skýringu í tilkomu grafískrar dreifingar sem hann segir að veiti verkunum, sem þannig eru fjölfölduð, sameiginlegt við- miðasvið. Og svertan í stað lituðu frum- myndanna ummyndi og sameini mál- verkin eins og aldirnar ummynda og sameina stytturnar. Ummyndun þessi hefur í för með sér að ítalskir málarar 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Teningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.