Teningur - 02.12.1985, Síða 17

Teningur - 02.12.1985, Síða 17
Já, hann finnst mér mjög skemmti- legur. Ég skil ekki menn sem skoða hann eins og venjulegan brandara. Hann er einn sá fyndnasti brandara- teiknari sem ég hef séð. Þetta er svo klisjukennt og merkilegt að það skuli vera fyndið. — En míga, ríða, kúka. Þú ert nokkuð kunnur fyrír tippin í myndunum þínum? Já, þetta kemur alltaf annað slagið fram hjá mér, en þó í minna mæli en menn vilja vera láta. Þetta er fyrst og fremst myndrænt atriði. Kannski er þetta líka vegna þess að þessir hlutir eru hvað næst fruminu í manni. Ef við skoðum myndlistarsöguna og bók- menntirnar, þá er þetta mjög algengt, hvort sem aðhaldið var mikið eða lítið. Listamenn sem voru að vinna hjá kirkjunni laumuðust í þetta, og öll frumstæð list er yfirfull af þessu. Þetta er bara eitthvað grunntema í öllu lífinu. Ég held að það sé mjög auðvelt að sjá muninn á þessu og því þegar menn nota sömu hluti upp á ljótleikann. Ég get nefnt sem dæmi úlfamyndina, þar sem þeir setja tippin svona saman, þá finnst mér þeir vera að þreifa sig áfram í veröldinni, saklausir, frekar en þetta sé eitthvað ógeðslegt hommastand. — Að tippið sé eins konar radar mannsins? Já, mér dettur það í hug. — Þetta er þá kannski ekkert kynferðis- legt hjá þér? Kannski — sáralítið — en maður verður að gera sér grein fyrir því að kynferðið leiðir meira og minna allt mannkynið. Á hengiflugið. — Stundum finnst mér þetta þreytandi hjá þér, þegar allt, pulsa, tunga, nef og skott, verður að tippum? Já, finnst þér að ég ofnoti þetta? Þetta hefur minnkað upp á síðkastið, kannski aðallega vegna þessa misskiln- ings, fólk heldur að ég sé reyna að Happy life in the... 1982. Akrýl á pappír. misbjóða því. En þá kemur eitthvað annað, ég hef málað eplauppstillingu, mjög hefðbundna, sem fólki fannst ögrandi. — Notarðu tákn? Já, í myndum mínum eru alls konar tákn, sem hafa orðið að táknum vegna endurtekninganna. En ekki tákn sem ég get þýtt bókstaflega. — Þetta eru ekki táknfyrir eitthvað ann- að, lieldur aðeins tákn í sjálfum sér? Já, eða tákn þessa heims sem hefur orðið þarna til. — En t.d. þegar þú málar engil, hvað meinarðu með því? Eitt atriði er algengt í myndum mín- um, er næstum því í hverri einustu mynd, og það er tákn sakleysisins. En það getur verið í líki hvers sem vera skal, s.s. dýrs, engils, manns eða ein- hvers sem virðist abstakt form við fyrstu sýn. Það getur jafnvel verið nátt- úran í bakgrunninum. Engillinn er ekki alltaf besta dæmið um sakleysið, hann getur oft brugðið til beggja vona, sam- anber þessa föllnu engla. Hann er frek- ar lævís, hann getur haft eitthvað í valdi sínu. Svo eru þeir hluti af hinni upplif- uðu myndlistarhefð, ég býst ekki við að ég tæki upp á því fyrstur manna að mála engil, en mér þætti ekki ólíklegt að samsvarandi fyrirbrigði gæti hafa orðið til. — Mér hefur fundist að málverkin þín virki betur saman á sýningum en hvert í sínu lagi? Ég held að sýningin sé aukahlutur, en það er líklega rétt hjá þér að saman 15

x

Teningur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.