Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 20

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 20
ríkjandi er í sláturhúsinu & menn steinþagna er minnsta hljóð berst úr þeirri átt. Einsog fram hefur komið er hvergi gengt úr vinnusölunum beint inní salinn enda gangurinn í kring til þess ætlaður. í ganginum eru tveir verðir vopnaðir & gæta salsins vandlega & svo þess að enginn óviðkomandi svo mikið sem komist inní ganginn. Gengur annar varðgöngu eftir ganginum hvað eftir annað en hinn stendur varðstöðu við hliðardyrnar þær sem liggja útí hægri álmu & víkur þaðan ekki um hársbreidd enda fyrirmæli sláturhússtjórans einkar skýr & ströng. Þeir skiptast á sinn klukkutímann hvor. Sjálfir hafa þeir aldrei komið inní salinn & og þora naumast að gægjast þangað inn þegar dyr eru opnaðar enda salurinn nánast helgur staður & slíkt brottrekstrarsök. Þar er Rafkindin. Þar verða hrútar & þar veröa hrútlömb. Þar heitir í Kapellunni. Þar vann L. L. var bóndadóttir vestan af fjörðum. Var faðir hennar dugmikill búmaður talinn af mörgum eiga drýgst undir sér samsveitunga enda fyrirhyggjumaður á flestum sviðum stæltur af óblíðri náttúru hinna vestlægu útnesja & átti kyn að rekja til sögufrægra sægarpa & víó & valinkunnra bændahöfðingja. Hann lét allmjög til sín taka í mörgum & margvíslegum efnum enda ráðríkur & fylginn sér en heilræði hans komu flestum hlutum til hins betri vegar & var þetta því fremur virt hon- um til lofs en lasts. Hann beitti sér mjög fyrir hag- nýtri sérhæfingu í héraði sínu & lét fá tækifæri ónotuó til þess að koma því hugðarefni á framfæri & í framkvæmd en var eindreginn & hatrammur andstæðingur almennrar undirstöðumenntunar & var það fleygt um sveitina & haft að gamanmálum þótt ekki væri fótur fyrir að hann hefði kennt börn- um sínum að lesa hagnýta búfræði handa almenn- ingi til sjávar & sveita í stað lestrarkennslubóka í þeirri trú að þannig myndu þau enga bók aðra kunna að lesa. Hann barðist ákaft fyrir vélvæðingu landbúnaðarins á þeim tímum sem atvinnutæki vélknúin urðu einungis greind í hillingum & var öflugur talsmaður nýtízkra starfshátta af flestu tagi en leit með hinni mestu tortryggni á rafmagn sem orku & nýtingu þess. Hann trúði af einlægni & auðmýkt á gildi peninga & sem undirstöðu allra hluta manna fyrstur í sinni sveit að líta bankaseðil réttu auga & innrætti börnum sínum tilbeiðslu- kennda lotningu fyrir peningastofnunum sem þá voru valtari mun í sessi & máttarminni en nú gerist & öllum sem þá höfðu yfir fjármagni að ráöa. Það var sagt að eitt sinn hefði verið að honum komiö þar sem hann stóð & gjóaði augum til skiptis á heimilisritninguna & bankabók sína tautandi fyrir munni sér: heldur þykir mér lítt sé fyrirferð dóm dæmandi & sveiattan. Ekki vilja þó sögumenn láta bera sig fyrir henni & ber að líta á hana sem tilbún- ing alþýðu sér til gamans en er hún þó lýsing rétt á karli. Hann fékkst allmikið við sjóróðra & þótti fengsæll & ekki alllítil upphefð að fá hjá honum pláss enda afkomandi forföður síns hins alþekkta sjósækjanda & þjóðsagnakenndu aflaklóar en af honum gengur enn í munnmælum mörg sagan mannrauna & þrekvirkja einsog þegar kænuna rak til hafs í blánættismyrkri & veður var aö ganga í ofsarok & blindan hríðarbyl að hann afklæddist stakk varþ sér útbyrðis beit í skutinn & synti meó bátinn baksund móti straumi & til lands & þótti frækilega gert en þótt afkomandi hans ekki færöi stoðir undir firnasögur af slíku & þvílíku tagi var hann hraustur & þróttmikill & sótti sjóinn á þótt öðrum þætti sá kosturinn beztur að bíða slota en einnig gekkst hann fyrir bættri veiðitækni & leiddi að því mörg rök að spara mætti vinnu en auka afla með upptekt nýjunga. Hann sóttist ekki eftir met- orðum & leit ekki með lotningu til embættismanna & nefndarforkólfa staðarins það var öðrunær en hann vildi þó hafa áhrif á gang mála & að þeirra gætti svo greina mætti & allir sæu. Hann leitaðist við að draga í búið allt það sem hann ætlaði að til nytsemda mætti verða & gekk tíðast hokinn í herð- um & horfði til jarðar að verða ekki af neinu er leynast kynni nýtanlegt einkum í fjöru. Kistur geymdi hann í smiðju fullar af ýmsum munum & ákaflega sundurleitum sem hann kvað að gagni mega verða sonum þó feðrum ekki nýtist. Börn hans undu ekki hag sínum við búið & fest- ust þar ekki né í héraðinu töldu litla framtíð & fá- breytilega útiá landsbyggðinni & þá því síður á út- kjálka sem senn myndi leggjast í eyði ætluðu jafn- vel draugar flýðu héraðið í hópum svo hrikti í & höfuð undir handlegg & sóttu mjög & leituðu fast í þéttbýlið þar sem væri fjölbreytni auður & upp- bygging. Föður þeirra þótti mjög fyrir flótta undir- kvæma sinna úr sveitinni & sá frammá útdauða & auðn sveitarinnar er hann svo mjög barðist fyrir að efla & auka að möguleikum en tálmaði ekki brottför sona sinna þriggja & einnar dætur enda komin á fullorðinsaldur & var nú L. ein eftir á bænum ung- menna. Hún hafði látið það á sér skiljast að hún myndi hverfa aftur heim strax að lokinni sláturtíð & allavegana væri hennar von heim jafnskjóttog allri arðbærri sýslan á staðnum væri lokið & gerði hún þaó til að friða föður sinn & fá góðan en með sjálfri sér hafði hún endanlega afráðið að halda þá þess í staó til höfuðstaðarins í leit að fé frægð & frama sem fyrirsæta & fráleitar voru þær enganvegin draumaborgirnar þegar hugsað var til þess hvernig ferill hennar hófst hver vegsemd henni hlotnaðist fyrirhafnarlaust einni úr ótölulegum grúa við upþ- haf fyrirvinnu sinnar til fjár hvar var þá hægt að afgreiða: dagdraumar & ekkert annað & láta þar við sitja? Ekkert var ómögulegt stúlku sem hamingjan elti hvert einasta fótmál. Hvernig henni hlotnaðist staðan við Rafkindina var öllum sem einum öld- ungis óræð gáta. Að vísu voru jú einhverjir skyld- leikar með móður hennar & sláturhússtjóranum enda átti gamla konan rætur aó rekja til héraðsins en slíkir skyldleikar þoku umvafðir & lítt rekjanlegir voru varla þungir á metunum þegar um var að ræða sérlega virðingarstöðu sem þessa. L. var einkar lagleg & myndarleg stúlka & vakti athygli hvar sem hún kom fyrir fríðleik vöxt & þokka en allir vissu um afstöðu sláturhússtjórans til veikara kyns- ins & fékk fegurð & yndisþokki engu um ráðið þar sem hann stýrði málum. En hvernig sem á því stóð 18 SVART A HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.