Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 12

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 12
1969—72 rakin. Allir meiriháttar atburöir verksins eru sannsögulegir, en ýktir og undirstrikaðir í leik þannig að ekkert fer á milli mála, hvorki pólitík né skemmtun. Enda var varla búiö að frumsýna verkið þegar það var bannað og Fo ákærður fyrir óleyfileg bréfaskiþti viö verkamenn og stúdenta sem sátu í fangelsum og óleyfilegt samband við öfgasinnaða hópa sem hefðu það á stefnuskrá sinni að koll- steyþa þjóðfélaginu. Þrátt fyrir bannið var verkið sýnt í kvikmyndahúsi í verkamannahverfinu Quarto quartier í Mílanó, þar sem flestir verkamenn bíla- smiðjanna Alfa-Romeo búa. Lögreglan var náttúr- lega fastur gestur á sýningum og svo fór að eigandi hússins treysti sér ekki til að standa við gerða samninga. Þá hertóku verkamenn húsið svo hægt væri að sýna verkið áfram. Hægrisinnar komu þó í veg fyrir nokkrar sýningar með harkalegri líkams- árás á Fröncu, svo hún varð óvinnufær um hríð. Fo og Chile Ógnaröldin í Chile hófst á meðan leikhóþurinn vann að næsta verki sínu, E il settimo giorno dio creo ia carceri (Á sjöunda degi skapaði guð trú- villinga), sem að verulegu leyti var unnið upp úr bréfum pólitískra fanga, þeirra á meðal Ulrike Meinhof. Allur heimurinn mótmælti atburðunum í Chile, og La Commune vann uþþ dagskrá fyrir mótmælafundi undir heitinu Chile e qui (Chile er hér), en þar var fasísk bylting á Ítalíu sett á svið. Þessir mótmælafundir höfðu geysileg áhrif á Ítalíu. Fólk tók að gera sér grein fyrir því að atburðir svipaðir þeim sem gerðust í Chile gátu gerst næst á ítalíu. Eftir mótmælin var þolinmæði stjórnvalda á þrotum. Fo var handtekinn í lok sýningar á Sardin- íu. Nóttina sem fylgdi í kjölfar handtökunnar söfn- uðust 5000 manns saman fyrir framan fangelsið í mótmælaskyni. Alls staðar kom til átaka milli and- fasískra afla og lögreglunnar. Svo fór að stjórnvöld neyddust til að láta Fo lausan úr haldi tveimur sól- arhringum seinna. Árið 1974 skrifaði Fo Guerra di poppolo a Chile (Barátta alþýðunnar í Chile). í því verki reynir hann að gera grein fyrir þeirri stöðu sem upp kom varð- andi skiptingu valdsins í Chile þegar annars vegar var vinstrisinnaður stjórnarmeirihluti og hins vegar afturhaldssamur flokkur kristilegra demókrata, sem ásamt bandarísku leyniþjónustunni CIA vann að endurheimt valdsins með góðum árangri. At- burðirnir í Chile sýna að „compromesso storico" (söguleg málamiðlun) leiðir til sjálfsmorðs, segir Fo í leikriti sínu. Verkið hefst á bæn Páls páfa: „Bræður og systur í Chile. Ég bið ykkur öllum guðsblessunar. . . bæði þeim sem myrða og þeim sem myrtir eru. Herforingjum biö ég sérstakrar blessunar, því þeir þurfa hvað mest á orði Krists og Ijósi að halda." Að semja leikrit Enda þótt Fo sé skrifaður höfundur allra verka, sem leikhús undir hans forystu hafa sett á svið, lítur hann sjálfur á þau sem afrakstur hópstarfs. Hann segist að vísu geta skrifað gamanleik á 2—3 dög- um, en að því loknu hefjist vinnan við verkið fyrst fyrir alvöru. Á æfingum koma bæði leikrænir og efnislegir agnúar verkanna í Ijós. Þaö þarf að fella úr, breyta og bæta. Tilvonandi áhorfendur, verka- menn og stúdentar, eru tíðir gestir á æfingum leik- hópsins og þeir leggja sitt af mörkum við sköþun verksins. Pólitískir atburðir geta skipt sköpum hvað æfingar varðar. „Allt sem gerist í þjóðfélaginu kemur okkur við, því þaö er grundvöllur verka okk- ar og starfs" — „Til dæmis skrifaði ég einu sinni verk um konur. Franca sá strax að ég hélt ekki rétt á spöðunum. Ég vildi ekki viðurkenna það og hélt áfram að skrifa. Verkið var sett uþp en var frá upp- hafi dauðadæmt. Franca lét mér þá í té bækur, blöð og tímarit um stöðu konunnar fyrr og nú. Hún gerði líka klukkutíma úrdrátt úr því sem ég var búinn að skrifa og fór á stúfana með öðrum leikkonum hópsins og lék úrdráttinn fyrir konur — húsmæður, verkakonur og stúdínur —, ræddi við þær um verkið og tók umræðurnar upp á segulþand. Uþp úr þeim efnivið unnum við svo verkið Parleamo di donna (Tölum um konur), tveggja og hálfs tíma leikrit fyrir eina leikkonu, byggt á svipaðan hátt og Misterio Buffo. Non si paga — non si paga (Við borgum ekki) unnum við líka í stöðugu sambandi við áhorfendur," enda lýsir það verk því hvernig hús- mæður mótmæla stefnu stjórnvalda í launamálum með samfélagslegri óþægð. Þær lækka nefnilega vöruverðið í samræmi við kaupmátt sinn. Leikritið snýst svo um það á hvern hátt ein þessara hús- mæðra reynir að fela allsnægtirnar fyrir eiginmanni sínum, löghlýðnum borgara og dyggum félaga kommúnistaflokksins. Til að honum bregði nú ekki of mikið í brún fær hún vinkonu sína til að taka hluta af góssinu með sér heim. Til vöruflutninganna koma þær vinkonunni upp heljarmiklum óléttu- maga sem verður svo auðvitað að skýra á einhvern hátt. í lok verksins kemst allt upp eftir að margir óvæntir atburðir hafa gerst, en eiginmaðurinn hef- ur ekki aðeins öðlast skilning á afstöðu eiginkonu sinnar heldur einnig endurskoðað afstöðu sína til ýmissa mála. í óðaverðbólgunni hér á landi mundi þetta verk hitta beint í mark; enda þótt verkið sé mjög „ítalskt" að allri gerð er útópía þess í fullu gildi, þ. e. draumurinn um raunverulegt líf (í stað þess að lifa bara af) ,,í veröld, þar sem kannski er minna um litríkar auglýsingar, steinsteyptar hrað- brautir sjaldséðari, færri stjórnarlímosínur og engir glæpamenn. Ég á við stórlaxana, hina raunveru- legu glæpamenn. [ veröld þar sem við og okkar líkar búum við meira réttlæti og erum ekki stöðugt að draga annarra kerrur uþþ úr skítnum, þar sem við getum byrjað að móta líf okkar sjálf, þar sem hláturinn og gleðin brýst út eins og foss, þar sem við lifum eins og manneskjur en ekki forheimskuð dýr án gleði og hugmyndaflugs. Við reynum að sýna fram á þennan möguleika með hjálp ieikforms sem byggist á atburðarásinni en ekki á fyrirfram ákveðnum örlögum og/eða sálarflækjum persón- anna. Það eru ekki persónurnar sem móta at- 10 SVART Á HVlTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.