Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 45

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 45
mannanna, sbr. kvein kindarinnar) eru áfram á sínum stað í hringrás náttúrunnar: nautið hálfdán hlær aðeins — og flytur á sinn hátt líkræðu yfir húsfreyjunni. Kvæðið er þannig draumur um óspillt þjóðfélag sveitarinnar, en inn í hann blandast þó grunur um aö það hafi ekki verið eins friðsælt og sagt er. Grunurinn er ekki rökstuddur, því að sögumaður getur ekki fræðst neitt um þetta þjóð- félag: ef við lítum svo á aó kvæðið sé bergmál af sögum þjónsins, og þjónninn þá e. t. v. sami mað- urinn og bóndasonur, verður síðasta lína kvæðis- ins „sonur minn segðu ekki frá“ bein kaldhæðni, því að þjónninn „sagði frá“ öllu, en gerði það á þann hátt að sá, sem á hlustaði, gat á engan hátt gert sér grein fyrir réttu samhengi. Þess vegna flækist óhugnaðurinn skýringarlaust inn í myndina: skyndilega er hann þarna. Hitt kvæði skífunnar, sem tengt er sveitamenn- ingunni gömlu, „orfeus & evridís", er mjög ólíkt „sögu úr sveitinni" hvað snertir stíl og efnismeð- ferð, og mætti halda að tengslin milli þeirra væru í raun og veru mjög yfirborðsleg. „Orfeus & evridís“, sem er næst síðasta kvæðið á bakhlið skífunnar (þar sem lokasöngurinn hefur ekki neinn raun- verulegan texta), er reyndar nokkuð sérstætt með- al verka Megasar fyrir þá sök hve kliðmjúkt það er og orðaval og orðaröð eru hefðbundin: kvæðið er í ferskeytluformi og virðist vera stæling á rómantísku Ijóðmáli íslensku. Þegar betur er að gáð kemur svo í Ijós að þaö skiptist í þrjá jafna hluta, sem hver um sig er þrjú erindi, og eru þeir: drykkjukvæði, ásta- kvæði og hestakvæði. Ekki þarf að spyrja að því hvernig þessi yrkisefni eru skyld: við erum greini- lega enn á sama tíma og þegar „saga úr sveitinni" gerðist. Þótt þetta kvæði sé að vísu ekki ,,saga“ er það bæði skoþstæling á Ijóðmáli og yrkisefnum sveitamenningar fortíðarinnar. Eins og í „sögu úr sveitinni" er sviðið í þessu kvæði friðsæl íslensk náttúra: viö erum í ,,dal“, utan um hann er „fjallahringurinn" dreginn og húsið stendur í fallegri brekku („í brekkunni góðu“). Þarna ríkir stöðugt „kyrrð & friður", þótt tíminn snúist sína venjulegu hringrás — en hún minnir eða: reyndar á hringrás náttúrunnar í „sögunni", þótt henni sé lýst á hinn einfaldasta hátt sem hugsast getur: að fylgja henni eftir í gröfina, þar sem hann „sefur góður & vær“. Á meðan er athvarf hans flaskan, sem gefur honum „svefn í glasi áskenktu" þangað til hann „sefur í jörðu", eða þá hesturinn blesi sem er þó kominn á leiðarenda: síðar mun Orfeus æja hjá honum í gröfinni. Þessar hugleiðingar um dauðann verða að hreinni dauðahvöt (en hún var kjarni leikritsins að sögn Megasar í ofangreindu viðtali) og virðist skáldið ekki lengur bíða annars en endalokanna t. d.: BS3IE®ag & « mikmm mímsm & sstortíM „Þannig fæ ég þreyð af árin þartil loks ég sef í jöröu" „þú hvílir í brekkunni bak við húsið bráðum finnumst við þar“. „sólin kemur upp í austri en í vestri sezt hún niður". Svo viröist sem mörgum hafi þótt erfitt að skilja samhengi nafnsins á kvæðinu við efni þess. Megas hefur sjálfur sagt frá því (í viðtali við Vikuna 27. júlí 1978) aö nafnið sé tilvísun til samnefnds leikrits (eftir Anouilh), en í raun og veru er fullvel hægt að skýra kvæðið með hliðsjón af goðsögninni. Orfeus var kliömjúkt skáld sem kvaöst á við Dauðann en taþaði að lokum, og sá sem talar í þessu kvæði er eins konar Orfeus eftir þennan ósigur: hann yrkir á mjög fallegu Ijóömáli, en öll hans hugsun snýst aöeins um eitt — dauðann. Kona hans („Evridís" væntanlega) er þegar látin og hann bíöur þess eins Milli þessa efnis kvæðisins og sviðsins, sem er lýst, er fullkomið ósamræmi: við getum sagt að dauðahvötin ryðjist inn í íslenska náttúru án nokkurs fyrirvara. Og þá erum við reyndar komin að þeim djúþstæðu tengslum, sem eru á milli „orfeus & evridís" og „sögu úr sveitinni", þrátt fyrir allan muninn á stíl kvæðanna: þau eru bæði e. k. hugboð um að sveitin hafi ekki verið eins friðsæl og sú kynslóó, sem flutti á mölina, hélt fram, — í henni hafi falist einhver dulinn og óskýranlegur óhugn- aður. Kvæðin eru því hliðstæð, því að í þeim fjallar skáldið um sama efni á tvo mismunandi vegu — við gætum e. t. v. sagt að annað sé „saga úr sveitinni" en hitt „Ijóð úr sveitinni". Munurinn er fólginn í því að „saga úr sveitinni" fjallar um fortíð í sveit, sem er SVART Á HVÍTU 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.