Birtingur - 01.06.1957, Page 35

Birtingur - 01.06.1957, Page 35
Roman Sliwonik: L j ó ð Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig en ég veit það verður hjá mönnunum því ég lofsyng enga himna engin löngu fallin lauf ég veit það er til hlátur og grátur og jörðin ekki gefin okkur eins og þekkt stærð eins og einhver kula Mieczyslaw Czychowski: og þess vegna bið ég: engan eftirrekstur fyllið ekki dægrin dauðum ærandi hrópum L j ó ð Sjá sólin er að spretta á lægstu grein næturinnar Og ennþá veit ég ekki hvaða daga ég muni finna sjálfan mig Ég hef kveikt í skóginum. Það var draugalegur skógur af gálgatrjám. í Gálgaskógi sungu engir næturgalar. í Gálgaskógi uxu engin jarðarber, engar grænar mosaþembur. í Gálgaskógi voru skelfdir mánar hengdir. Hjálpið mér. Hjálpið mér að hreinsa til í rústunum.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.