Birtingur - 01.06.1957, Síða 35

Birtingur - 01.06.1957, Síða 35
Roman Sliwonik: L j ó ð Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig en ég veit það verður hjá mönnunum því ég lofsyng enga himna engin löngu fallin lauf ég veit það er til hlátur og grátur og jörðin ekki gefin okkur eins og þekkt stærð eins og einhver kula Mieczyslaw Czychowski: og þess vegna bið ég: engan eftirrekstur fyllið ekki dægrin dauðum ærandi hrópum L j ó ð Sjá sólin er að spretta á lægstu grein næturinnar Og ennþá veit ég ekki hvaða daga ég muni finna sjálfan mig Ég hef kveikt í skóginum. Það var draugalegur skógur af gálgatrjám. í Gálgaskógi sungu engir næturgalar. í Gálgaskógi uxu engin jarðarber, engar grænar mosaþembur. í Gálgaskógi voru skelfdir mánar hengdir. Hjálpið mér. Hjálpið mér að hreinsa til í rústunum.

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.