Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.06.1957, Blaðsíða 35
Roman Sliwonik: L j ó ð Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig Ég veit ekki enn hvaða dag ég muni finna sjálfan mig en ég veit það verður hjá mönnunum því ég lofsyng enga himna engin löngu fallin lauf ég veit það er til hlátur og grátur og jörðin ekki gefin okkur eins og þekkt stærð eins og einhver kula Mieczyslaw Czychowski: og þess vegna bið ég: engan eftirrekstur fyllið ekki dægrin dauðum ærandi hrópum L j ó ð Sjá sólin er að spretta á lægstu grein næturinnar Og ennþá veit ég ekki hvaða daga ég muni finna sjálfan mig Ég hef kveikt í skóginum. Það var draugalegur skógur af gálgatrjám. í Gálgaskógi sungu engir næturgalar. í Gálgaskógi uxu engin jarðarber, engar grænar mosaþembur. í Gálgaskógi voru skelfdir mánar hengdir. Hjálpið mér. Hjálpið mér að hreinsa til í rústunum.

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.