Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 5

Birtingur - 01.04.1960, Qupperneq 5
mig ná yfirnáttúrlegu valdi. Ojæja! ég verð að jarða ímyndun mína og end- urminningar mínar! Glæsileg frægð listamanns og sagnamanns orðin að engu! Ég! ég sem hef sagt mig vitring eða engil, lausan undan öllu siðferði, ég er afhentur moldinni með skyldum til að leita að og hrjúfan raunveruleikann að faðma! Durgur! Hef ég verið prettaður? væri kærleik- urinn mér systir dauðans? Hvað um það, ég mun biðjast fyrir- gefningar að hafa nært mig á lygi. Og áfram með okkur. En engin vinarhönd! Og hvaðan á ég að fá hjálp? Já, stundin nýja er að minnsta kosti mjög ströng. Því að ég get sagt að ég hafi fengið sigur: tannagnístranin, eldshvæsið, drepsýkt andvörpin stillast. Hver óhrein endurminning þurrkast út. Síðustu eftir- sjár mínar taka á sprett — afbrýðisemi vegna betlaranna, ræningjanna, vina dauðans, vanvitringa af öllum gerðum. — Fordæmdir væru þeir, ef ég hefndi mín! Við verðum að vera algerir nútíma- menn. Enga sálma: höldum því sem áunn- izt hefur. Harða nótt! þornað blóðið gufar á andliti mínu, og ég hef ekkert á bak við mig nema þennan viðbjóðs- lega runna! . . . Barrátta andans er jafnruddaleg og mannabardaginn; en sjón réttlætisins er ánægja guðs eins.

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.