Birtingur - 01.04.1960, Side 7

Birtingur - 01.04.1960, Side 7
Úr Uppljómununum DÖGUN Ég hef kysst dögun sumarsins. Engin hreyfing var enn á ásjónu hall- anna. Vatnið var ládautt. Tjöld skugg- anna skildu ekki við skógarveginn. Ég hef gengið og vakið lifandi og volga andardrætti, og aðalsteinarnir horfðu og vængir lyftust hljóðlega. Fyrsta viðfangsefnið var á skógargöt- unni fullri af nýjum og fölum leiftrum, blóm sem sagði mér nafn sitt. Ég hló við bjarta fossinum sem flækti sér milli grenitrjánna: á silfruðum toppnum kannaðist ég við gyðjuna. Þá lyfti ég slæðunum einni af annarri. A stígnum, bandandi handleggjunum. Á sléttunni þar sem ég sagði hananum frá henni. Til stórborgarinnar flúði hún meðal klukkuturna, og ég elti hana, hlaupandi einsog betlari á marmara- bökkunum. Efst á veginum, rétt hjá lárviðarskógi, umlukti ég hana með samsöfnuðum slæðum hennar, og ég fann að nokkru ógnarmikinn líkama hennar. Dögunin og barnið féllu neðst í skóginum. Þegar ég vaknaði var hádegi.

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.