Birtingur - 01.04.1960, Page 10

Birtingur - 01.04.1960, Page 10
einsog hvorugur þeirra geri meira en gjóta hornauga til rómanskra ljóðbókmennta. Það er sem ísiendingar treystist ekki nú á dögum til annars en láta Skandínava og Engilsaxa vinsa úr fyrir sig. Við eign- umst Vögguþulu García Lorca, af því að hún hefur verið þýdd á sænsku. Og bæði Magnús Ásgeirsson og Helgi Hálfdanarson þýða persneskt ljóð, af því að það er til á ensku, og það þótt ljóðið sé þegar til á íslenzku í frábærri þýðingu. Þessi um- skipti í menningarsamböndum hafa ef til vill hafizt með falli Jóns Arasonar, þegar Danir ná algeru kverkataki á Islendingum, tengslin rofna við katólska kirkju og þá um leið við rómanskar þjóðir. Afleiðingin hefur orðið sú, að á sama tíma og við eign- umst sum helztu verk enskra og þýzkra bókmennta, er sem við vitum varla að rómanskar bókmenntir séu til, og allt fram á þennan dag má heita að íslendingar hafi verið gersamlega ókunnugir ljóðlist rómanskra þjóða. Snúum okkur að Rimbaud. Hann er sextán ára, þegar raunverulegur skáldferill hans hefst, en hefur þá þegar vakið undrun með skáldgáfu sinni. Hann gerir uppreisn gegn strangleik móður sinnar og flýr til Parísar slyppur og snauður. Þar kynnist hann skáldinu Verlaine, sem tekur hann upp á arma sína. 1 þrjú ár lifir hann ævintýralegu lífi, oft ásamt Verlaine, kann sér ekki hóf í nautnum og svalli. Hann yrkir í fyrstu hefðbundin ljóð. En hann gerir einnig uppreisn gegn ljóðinu, los- ar sig undan hömlum þess, umbyltir því. Eitt þeirra ljóða, sem hann yrkir í hefð- bundnu foi'mi, Le bateau ivre (Drukkna skipið), sýnist mér vera augljós aðdrag- andi þess, sem koma skal, og einkum merkilegt fyrir þær sakir. Hugmynda- tengslunum er umbylt, Ijóðið hefur öðl- azt nýtt mál, en Rimbaud vogar sér ekki enn að mölbrjóta þær reglur, kveðandi og rím, sem hann hafði náð undraverðu valdi á þegar í barnaskóla. En fyrr en varir hefur hann látið höggið ríða af, svipt fjötrunum af aðþrengdum hugsunum. Þannig verða merkilegustu verk hans til, þau sem gáfuðustu bókmenntamenn þreyt- ast aldrei á að skrifa um, Les Illumina- tions (Uppljómanirnar) og Une Saison en Enfer (Árstíð í víti). Þegar hann hefur lokið við þessi verk, sem vöktu nálega enga athygli fyrst þegar þau voru út gefin, er ferill hans á enda. Hann segir að fullu skilið við skáldskapinn nítján ára gamall. Árið 1874 er hann í Englandi, vill læra betur ensku og þýzku. Hann er talinn hafa verið afburða tungumálamaður. Frá Þýzkalandi fer hann til Sviss og Italíu, síðan heim til föðurhúsanna. Veturinn 1875—1876 leggur hann stund á ítölsku, spænsku, hollenzku, nýgrísku og arabísku. Á árunum 1876—1880 flækist hann um Evrópu og til Austurlanda. Og loks sezt hann að í Afríku. Þar stundar hann vopnasmygl og fleira. Þá er fátt um hvíta menn í Afríku. Þar lifir Iiann í áratug. Þá fær hann mein í hnéð. Það mein dregur hann til dauða 10. nóvember 1891. Tíann er þá á sjúkrahúsi Marseille. Rimbaud lifði of umbrotamiklu og ævin- týralegu lífi til að því verði lýst í stuttum pistli. En ég vil benda fólki á, að til er á ensku mjög vönduð bók um ævi hans eftir Enid Starkie. Hitt veit ég því miður ekki hvort sú bók er til á Landsbókasafninu eða fæst í Kron eða hjá Snæbirni eða hjá Braga. En þá eru líka fleiri bókabúðir í Reykjavík. Þær eru margar. Og þar er mörg góð erlend bók — miðað við fólks- fjölda. 8 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.