Birtingur - 01.04.1960, Side 11
Ingvar Orre: Kollektorín fulltrúi safnaði vindum. Að
hans áliti var sú grein söfnunar öllum
öðrum æðri, og hann var bæði stoltur og
glaður yfir að vera einn af þeim fáu sem
helga líf sitt slíku. Og þar sem hann hafði
á æskuárum sínum sýnt mikla ósérplægni
í því að vekja áhuga annara á vindasöfn-
un, þá var hann nú heiðursfélagi í ófáum
klúbbum safnara, bæði heima og erlendis.
Nú leikur ykkur kannski forvitni á að
vita, hve merkilegt þetta safn Kollektor-
íns var, úr því hann naut svona mikils
álits. Og mér er óhætt að segja, að safnið
var yfirgripsmikið, g e y s i 1 e g a yfir-
gripsmikið. Þar voru um það bil 40.000
vindar af ýmsu tagi og hátt í 2.000
aukaeintök til að láta í skiptum.
En hvernig safna menn vindi? spyrjið
þið.
Ég skal segja ykkur, hvernig herra Kol-
lektorín fór að ...
En vindarnir eru þó ósýnilegir! segið þið.
Hættið að grípa fram í fyrir mér, og þá
skal ég skýra málið. Sjáið þið til, herra
Kollektorín safnaði ekki heilum vindum,
hann lét sér nægja ofurlítinn gust af
hverjum um sig, og þennan gust veiddi
hann í plastpoka sem festur var á langt
skaft. Þegar hann svo hafði með þessari
aðferð sinni veitt ofurlítið af vindi, festi
hann það með gúmíteygjum á pappaspjald
sem var á að gizka einn desímeter á lengd
og hálfur desímeter á breidd — teygjurn-
ar þurftu að vera úr góðu efni og spjaldið
úr hvítum gljápappa. Aftan á spjaldið
skrifaði svo herra Kollektorín hið svokall-
aða safnnúmer sem skírskotaði til spjald-
skrárinnar þar sem gefnar voru nákvæmar
upplýsingar um kaupverð og veiðistaði, og
fylgdi þá gjarnan mynd af þeim stað þar
sem sýnishornið hafði náðst. Hann hafði
líka látið smíða handa sér fimmtán geysi-
stóra og loftþétta skápa til að geyma í
vindana.
Margir héldu því fram, að þessir skápar
stórspilltu litlu íbúðinni sem herra Kol-
Maðurinn sem
safnaði vindum
Birtingur 9