Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 14

Birtingur - 01.04.1960, Blaðsíða 14
þyrluðust eins og skæðadrífa um íbúðina, og þar upphófst hvinur og gnýr af vindum og vindasýnishornum í þúsunda tali. Það endaði með því að herra Kollektorín lyft- ist upp úr rúminu og sveif út um glugg- ann. Hvirfilvindurinn fór nú í boltaleik með herra Kollektorín hátt yfir öllum húsum í borginni og sýndi enga miskunn Og ekki nóg með það, hann reif af honum nátttreyjuna og réðist á hann beran, um leið og hann svifti þökunum af 1.754 byggingum og sleit upp með rótum næst- um hálfa milljón trjáa. Hægt og hægt leystist líkami herra Kollektoríns upp og á endanum varð hann jafn gagnsær og hvirfilvindurinn sjálfur. Og hvirfilvindur- inn hélt áfram för sinni með herra Kollek- torín, hvernig sem hann spriklaði, þvert yfir Atlanshafið og alla leið til Kaliforníu, þar sem ódeigur safnari hafði lagt upp með leiðangur og tókst að ná örlitlu sýn- ishorni yzt úr stormsveipnum. Þetta sýn- ishorn var herra Kollektorín. Eins og þið skiljið var herra Kollektorín festur á pappaspjald og settur í sérstakan heiðursskáp heima hjá safnaranum. Og þar varð hann að dúsa og gat enga björg sér veitt. Auðvitað hrópaði hann á hjálp og reyndi að koma vitinu fyrir safnarann. En til hvers var það! Maðurinn stanzaði bara, lagði eyrað við skápinn og sagði: oho! Vesalings herra Kollektorín, hann kom ekki lengur upp neinu mannlegu hljóði, það var svo langt síðan hann hætti að tala annað mál en mál vindanna. Þarna hékk hann og var sýndur öðrum söfnur- um, og það voru teknar af honum myndir og birtar í blöðum. En enginn þekkti hann aftur, enginn hlustaði á bænir hans um hjálp. Hann var ekki lengur hinn heims- frægi safnari og heiðursfélagi í ótal klúbbum, hann var „Sýnishorn af hvirfil- vindinum sem fór um heiminn 1955 og átti upptök sín í Stokkhólmi, Svíþjóð." G. K. þýddi 12 Birtingur

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.