Birtingur - 01.04.1960, Síða 16
Borgarsafninu í Amsterdam í janúarmán-
uði 1909 ásamt tveim öðrum málurum,
Cornelis Spoor og Jan Sluyters. Sluyters
hafði hlotið Rómarverðlaunin þegar hann
var á Listaháskólanum en hann hafði einn-
ig dvalist í París um hríð og snéri þaðan
heim fullur metnaðar og bjartsýni fyrir
hönd nýrra listviðhorfa. Hann hafði end-
urskoðað litastiga sinn rækliega og eink-
um orðið fyrir áhrifum af Gauguin og
Matisse. Samt var það Piet Mondrian er
mesta athygli vakti á sýningunni. Eða
réttara sagt: myndirnar hans ergðu alveg
sérstaklega bæði almennan áhorfanda og
gagnrýnendui'. Þessar myndir þykja ósköp
sakleysislegar í dag en árið 1909 skrifaði
ritliöfundurinn frægi, Frederik van Eeden,
um þær í tímaritsgrein: „Fall Mondrians
er átakanlegt og skelfilegt". Og síðar í
sömu grein segir hann þegar hann ei* að
velta því fyrir sér hver hafi eiginlega
dregið Mondrian niður í svaðið: „Það er
ekki auðvelt að slá því föstu en líklega
hefur það verið Van Gogh“. Annar þekkt-
ur höfundur, Israel Qerido, var sammála
Van Eeden um, að Mondrian væri sjúk-
legur, úrkynja málari. Og Just Havelaar
lýsti því yfir að vísu einum þrettán árum
seinna, að Mondrian: „hefði aldrei verið
annað en slakur máiari“. Þannig kepptust
menningarpostular Hollands við að níða
Mondrian og spöruðu hvorki stór orð né
dýrmætt rúm í ritum sínum en það benti
óneitanlega strax til þess að skotspónn
þeirra væri að minnsta kosti enginn flag-
ari. 1910 tók Mondrian þátt í sýningu
Lúmínista. Gagnrýnin lét ekki á sér
standa. N. H. Wolf, mikilsvirtur listfræð-
ari á þeirri tíð og sem þar að auki kallaði
sig vin Mondrians, sagði að þetta væru:
„myndir sjúks og afbrigðilegs manns“.
Aftur á móti gerðust þau tíðindi, að
óþekktur blaðamaður úr þorpinu Shagen
tók svari Mondrians á svo myndarlegan
hátt, að lengi mun í minnum haft. En
voldugasti stuðningsmaðurinn var þó Con-