Birtingur - 01.04.1960, Síða 19

Birtingur - 01.04.1960, Síða 19
Seuphor lýsir svo eftirminnilega? Það er staðreynd að hann hikaði en þó ekki nema stutta stund. Svo kastaði hann sér út í hringiðuna og var víst orðinn þátttakandi í hinum alvöruþrungna leik áður en hann vissi af. Fyrst varð hann þó að láta sér nægja það hlutskipti að gera tilraunir sínar í kyrrþey, en 1913 var hann búinn að ryðja sér braut inn að fylkingum úr- valaliðsins. Ég hygg að Mondrian hafi lát- ið heillast af Kúbismanum, af því að Kúb- isminn var sérlega uppbyggileg listastefna, sem liðaðist áfram á merkilega breiðum grundvelli. Þar að auki var í honum mein- lætaæð eins og málaranum. Hitt er svo annað mál, að kúbískar myndir Mondrians voru frábrugðnar verkum Braques og Pi- eassos, Delaunays og Légers í veigamikl- um atriðum. Apollinaire hitti naglann á höfuðið þegar hann taldi þær vera sérlega abstrakt. 1 ummælum hans og Théos van Doesburgs liggur hundurinn grafinn. Mon- drian skildi nefnilega það, sem hinir skildu ekki, að eina rökrétta lausnin á vandamálum Kúbismans var fólgin í því að losa línurnar, fletina, litahljómana ... úr viðjum fyrirmyndarinnar þ. e. skera á böndin, sem tengdu þessa parta málverks- ins við umhverfi okkar og raða þeim sam- an á nýjan leik. Hann fann, að það mátti fórna vólúmi, perspektífi og öðrum fylgi- fiskum leiksviðsdýptar málverksins án þess að varanlegt tjón hlytist af. Þvert á móti virðist hann fljótlega hafa skynjað í þessum harkalegu aðgerðum sköpun nýs rúms, sem var hvorugtveggja í senn efn- iskennt og spírítúalt. I júlímánuði 1914 varð Mondrian að hverfa heim til Hollands skyndilega. Faðir hans hafði veikst og kallaði nú eftir syni sínum, er hafði verið honum svo fjarlægur í at- höfnum og hugsunarhætti. En Mondrian hafði ekki dvalist lengi í föðurhúsum þegar styrjÖldin skall á. Þýskir herir ruddust inn í Belgíu og lokuðu járnbrautarleiðinni suður á bóginn. Mondrian bjóst þá til að halda til Parísar yfir England en hvarf frá ráðagerðinni að áeggjan vina sinna og vandamanna. í stað þess sætti hann sig við að halda kyrru fyrir í Hollandi styrj- aldarárin. Þetta var enganveginn auðvelt fyrir hann. Hann átti ekki lengur samleið með hollenskum málurum. Og gömlu hóp- arnir höfðu annaðhvort verið leystir upp eða gegndu ekki lengur sínu fyrra hlut- verki. Mondrian greip til þess ráðs að halda til Domburg. Þar átti hann enn nokkra vini: málarann Toorop og dóttur hans Charley, frú Elout-Drabbe, er síðar málaði skemmtilega mynd af honum, Jacobu van Heemeskerck og konu að nafni Poortvliet, sem átti fagra húseign skammt frá Dómburg og var nafntogaður lista- verkasafnari. í Dómburg komst Mondrian aftur í nána snertingu við hafið. Það gladdi hann mjög og lyfti huga hans. Hann hafði búið á sömu slóðum 1908 og nú fannst honum hafið hvetja sig á ný og breiða að nokkru yfir sársaukann vegna fjarvistanna við listaverkin, sem hann hafði skilið eftir í París. Myndirnar, sem hann teiknaði þarna og málaði, eru fullar af seiðmögnuðu lífi. Þær eru ekki kúb- ískar nema tæknilega séð, þótt þær séu runnar undan rifjum Kúbismans, þeirrar þriflegu plöntu, sem gréri í París milli Rue d’Orsel og Rue Ravignan, Boulevard de Clichy og Impasse Guelma. Þær eru heldur ekki abstrakt á okkar vísu. Þær eru einhverskonar sambland af abstrakt- málverki og afarfínlegri náttúruskynjun. Og þó er ég ekki viss um, að mönnum d.vtti í hug að tengja þær sérstökum stað eða ákveðnu náttúrufyrirbæri, ef þeir þekktu ekkert til fortíðar þeirra. Árið 1916 hitti Mondrian málarann Bart van der Leck í Haag. Nokkrum vikum seinna rákust þeir aftur saman í þorpinu Laren, sem liggur um það bil þrjátíu kíló- metra frá Amsterdam. Þangað voru lista- menn vanir að koma víðsvegar að úr Hol- landi til að vinna að myndum sínum. Rétt Birtingur 17

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.