Birtingur - 01.04.1960, Page 24

Birtingur - 01.04.1960, Page 24
honum að hjálpa fólki til að lifa sig inn í hin tæru listaverk. Af þessum sökum var útgáfa „lítils tímarits“ orðin aðkallandi. Og það því fremur sem opinbera gagnrýn- in hefur verið einstaklega fráhverf því að gera fólki grein fyrir abstrakt list. Útgef- endurnir hafa í huga að bjóða listamönn- unum sjálfum að setjast i sæti gagnrýn- endanna, af því að hinum síðarnefndu tókst ekki að gegna skyldu sinni sóma- samlega. Á þennan hátt mun tímarit okkar færa iistamanninn og fólkið nær hvert öðru. Það mun einnig tengja listamenn á hinum ýmsu sviðum traustari böndum. Það er trúa okkar, að ef iistamaðurinn fær að segja hreinskilnislega það sem honum býr í brjósti, muni sú bábilja fjúka út í veður og vind, að nútímalistamenn vinni eftir tilbúinni forskrift. Hins vegar mun það koma í ljós, að nýju listaverkin hvíla ekki á kenningum einum, heldur seytla megin- reglur þeirra fram úr uppsprettum listar- innar. Okkur langar til að ryðja dýpri listmenn- ingu braut. Hún á að verða til með þeim hætti að við hrindum sameiginlega í fram- kvæmd hugmynd okkar um nýja plastíska vitund. Þegar listamenn á ýmsum sviðum vilja kannast við regluna, sem setur þá alla á sama básinn í grundvallaratriðum, og hið almenna plastíska tungumál, munu þeir ekki lengur halda dauðahaldi í ein- staklingshyggju sína. Þá munu þeir kasta einstaklingshyggjunni fyrir borð og reyna að þjóna meginreglunum. Ef þeir gera þetta, verður stíll þeirra lífrænn af sjálfu sér. Til þess að útbreiða fegurðina þörfn- umst við fremur þjóðfélags, sem hefur andleg verðmæti í hávegum en velferðar- í'íkis okkar daga. En ríki andans verður aldrei komið á fót með öðru móti en því að afneita einstaklingshyggjunni, því að hún er alltaf á hnotskóg eftir virðingar- merkjum. Aðeins með því að hagnýta slíkar megin- reglur á rökrænan hátt og beita við það ýtrustu nákvæmni getur plastíska fegurðin orðið að stílhreyfingu, sem nær til allra hluta. Og það er vegna þess, að ný tengsl hafa myndast á milli listamannsins og ver- aldar hans“. Doesburg ritaði margar aðrar greinar í tímarit sitt á þeim ellefu árum, er hann sendi það á fagurfræðimarkað Evrópu. Þær eru hvetjandi, eggjandi, særandi og gerðu De Stijl að einu líflegasta og um- svifamesta menningarriti samtíðar sinn- ar. En ýtarlegustu og vönduðustu ritgerð- irnar mun þó Piet Mondrian hafa skrifað. Á árunum 1919 og 1920 birti ritið t. d. eftir hann gríðarmikla ritgerð, sem ég mundi kalla á íslenzku: Veruleiki í nátt- úruheimi og abstraktheimi. Form hennar er býsna nýstárlegt: einskonar leikrit eða samtalsþáttur í sjö atriðum. Persónurnar eru þrjár: natúralískur málari, listvinur og raunsær abstraktmálari. Á undan þætt- inum stendur eftirfarandi skýring: „Þessi þáttur fer fram á gönguferð. Hún hefst uppi í sveit en lýkur í vinnustofu raun- sæa abstraktmálarans“. Hér er ekki rúm til að birta kafla úr þessari ritgerð Mondrians enda mundi jafnvel það hrökkva skammt til að gera grein fyrir viðhorfum hans á viðhlítandi hátt. Allt um það má fullyrða, að sú fagurfræðilega heimspeki, sem stíngur upp kollinum bæði í henni og öðrum ritsmíðum höfundarins er náskyld andanum, sem við þegar höfum kynnst í ávarpi þeirra De Stijl-manna. Lesandanum verður fljótlega ljóst — eink- um ef hann hefur haft einhvern pata af sköpunarferli málverks — að það er ekki andvana fædd kenning, sem býr um sig í bókstöfunum. Hann skynjar með taugum sínum, að þessi kröftuga heildarmynd af plastísku vitundarlífi er dregin hægt og gætilega út úr reynslu málarans sjálfs. Reyndar má leggja fram sönnunargögn í málinu: svo er mál með vexti, að Mondrian rauk ekki í það að setja saman kerfi til 22 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.