Birtingur - 01.04.1960, Síða 26

Birtingur - 01.04.1960, Síða 26
styrktar hugðarefnum sínum þegar hann þurfti á áróðursplaggi að halda til að veifa framan í almenning. Öðru nær. Hann hafði lagt það í vana sinn að skrifa í minn- isbækur stuttar athugasemdir og hugdett- ur um málverkið, listamanninn og þjóð- félagið þegar hann var að mála. Þessar minnisbækur geymdi hann vandlega og notaði síðan sem hjálpargögn við samn- ingu ritverka sinna. Við skulum grípa nið- ur í þær á nokkrum stöðum: „Listin ætti að vera hafin yfir veruleik- ann; að öðrum kosti hefur hún ekkert gildi fyrir manninn. (Veraldlega sinnuðu fólki þykir þessi yfirnáttúrlega staða list- arinnar þokukennd og óraunhæf. Andlegu vökumönnunum: jákvæð og skýr)“. „Nálgast má riki andans á tvo vegu: Fyrir atbeina andlegra iðkana (hugleiðinga o. s. frv.) og trúarkredda eða með því að taka út þroska sinn stig af stigi en örugglega. í listinni kemur þetta vel í Ijós. Þar get- um við séð, hvernig hlutirnir breytast smámsaman úr óskapnaði í góðmálm, þótt listamennirnir geri sér ekki grein fyrir því“. „Það, sem tekur huga okkar í dag, gufar upp á morgun (eins og leikfangið). Þegar maðurinn hefur gælt við yfirborð hlut- anna í langan tíma, kemur að því einn góðan veðurdag, að það fullnægir ekki lengur fegurðarþrá hans. Hann krefst ein- hvers meira. Þetta „meira“ býr í yfir- borðinu, þótt undarlegt kunni að virðast. Við skynjum nefnilega innhverfu hlutanna í yfirborði þeirra. Með því að virða yfir- borðið fyrir okkur mótast innri myndin í sál okkar. Það er þessi innri mynd, sem ætti að koma skýrt í ljós. Náttúrulegt yf- irborð hlutar er fagurt, eftirlíking þess lífvana. Það eru hlutirnir, sem skipta okkur verulegu máli, ígildi þeirra alls engu“. I fyrsta tölublaði De Stijl birtist lítil grein eftir Mondrian. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra kafla úr henni í þessu spjalli af því að hún snertir mjög við grundvelli Nýplastíkurinnar. Formið er þröngt, kann- ski stirt og þar af leiðandi illa fallið til flutnings á milli tungumálanna. En hér kemur upphaf greinarinnar engu að síð- ur: „Menntaði nútímamaðurinn er smámsam- an að snúa baki við náttúrulegum hlutum; líf hans er að verða huglægara með hverj- um deginum, sem líður. Lifandi athygli okkar beinist meira og meira að innri hlutum, (við höfum tekið eftir þessu) af því að náttúrulegu hlut- irnir (að ytri gerð) eru að verða ósjálf- ráðir smámsaman. Líf hins sanna nútíma- manns er hvorki bundið veraldlegu efnun- rm einum né hugarhræringunum einum. Það er fremur sjálfrátt líf mannshuga, sem er að vakna til vitundar um sjálfan sig. Vitundarlíf nútímamannsins (þó að hann sé: líkami, hugur og sál í einingu) er frá- brugðið vitundarlifi horfinna kynslóða: Sérhver máti lífstjáningar hans ber nýjan svip, þ. e. a. s. svip, sem er vafalaust hug- lægari en áður. Sama máli gegnir um listina. Hún verður arður nýrrar tvískiptingar í manninum: arður ytri borða, sem búið er að fága og slípa og arður innra eðlis, sem maðurinn er farinn að gera sér grein fyrir og hefur fengið dýpri merkingu. Listin mun birtast í fagurfræðilega skíru (hreinsuðu) formi, þ. e. a. s. abstrakt formi, af því að hún er tærasta afsprengi mannshugarins. Sanni nútíðarlistamaðurinn veit, að hug- lægur kjarni býr í fegurðartilfinningu. Hann kannast við þá staðreynd, að fegurð- artilfinningin er alheimslegs eðlis, almenns eðlis. Afleiðing þessarar vísvitandi játn- ingar hans verður sú, að plastísk abstrakt- list vex úr grasi. Maðurinn sættir sig að- eins við það, sem er almenns eðlis. Af þessum sökum getur nýja plastíska hugmyndin ekki tekið á sig náttúrulegt form eða hlutstætt form (konkret), jafn- 24 Birtingur

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.