Birtingur - 01.04.1960, Page 27

Birtingur - 01.04.1960, Page 27
vel þótt hið síðarnefnda snerti almennu regluna að ákveðnu marki eða dylji hana innra með sér að minnsta kosti. Nýja plastíska hugmyndin mun sniðganga það sérstæða í svip hlutanna þ. e. það sér- stæða í formi þeirra og lit. Hún ætti að tjá sig í abstraktformi og abstraktlit þ. e. með beinni línu og hreinræktuðum frum- litum“. Hér að framan var greint frá því, að Bart van der Leck teldi sig föður Ný- plastíkurinnar. Um þetta atriði segir Théo van Doesburg í grein, sem hann skrifaði í De Stijl á fimm ára afmæli tímarits- ins: „Listamenn í mörgum löndum hafa unnið að því að móta hið nýja plastíska tungu- mál, annaðhvort ósjálfrátt eða vitandi vits. Piet Mondrian lagði grundvöllinn að Nýplastík í málaralist um 1913. Hún er rökrænt framhald Kúbismans“. Ég læt þessari grein lokið. Mér væri ekki óljúft, þótt litið væri á hana sem kynn- ingu á bók Michels Seuphors um Mondrian enda hef ég sótt þangað fróðleik og nýjan skilning á ýmsum óaðgengilegum hlutum. Samt hef ég reynt að meta efniviðinn persónulega og framreiða hann á sérstak- an hátt fyrir íslenzka lesendur. Birtingur 25

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.