Birtingur - 01.04.1960, Síða 33
I
Jón fró Pálmholti:
Þúngbúinn morgunn. Hann geingur inní
verksmiðjuna ásamt gráklæddum félögum
sínum. Himinninn er svo lágskýjaður að
það gæti farið að rigna hvenær sem er.
Rigníngarf jandinn, seigir einn hinna grá-
klæddu. Nú er hann bráðum búinn að
rigna hálft árið. Djöfuls rigningin. Hann
reynir að flauta dægurlag en mistekst.
Hann er ekki vel vaknaður. Strax og þeir
opna dyrnar kemur hávaðinn á móti þeim.
Járni barið við járn. Nú er hann loksins
vaknaður. Vélarnar eru komnar í gáng,
hjólin snúast. Hann tekur kortið með núm-
erinu sínu og stimplar sig inn. Hér eru
mennirnir aðeins númer. Ópersónulegar og
óþekktar stærðir, hluti af vélasamstæðu.
Bili ein lítil vél getur öll verksmiðjan
stöðvazt. Maðurinn er hér raunverulega
aukaatriði eftir að vélarnar eru komnar
í gáng.
Hann geingur að sinni vél og byrjar að
fægja og smyrja. Vélin þarf sinn morg-
unverð. Hann fer höndum um ýrnsa hluta
vélarinnar, þreifar eftir lyklum, hnöppum
og leiðslum, skrúfar og teingir. Hann
flautar lag, en rödd hans heyrist ekki.
Umhverfis hann er taktþúngur vélsláttur-
inn, sem svelgir í sig mannsraddirnar.
Vélarnar blífa. Allt sem skröltir er heilagt.
Vélin hinn eini sanni Guð og Hann sem
hún sendir: Peníngurinn. Og maðurinn,
sem lifir ekki á einu saman brauði, heldur
og af sérhverjum hávaða sem framgeing-
ur af vélunum, hann brosir varla en tví-
stígur einn og þögull. Jafnvel stórir hópar
af mönnum, sem liggja á daginn undir
sömu vél, gánga hljóðir heim að kvöldi,
með dagblað í rassvasanum. Hver um sig
einn og hugsandi um ventil eða pakkn-
íngu, stimpil eða túrbínu, með gáng vél-
arinnar í höfðinu. Snæða einir á fjölmenn-
um veitíngastað, bakvið útbreitt dagblað-
ið og útvarpið hellir yfir þá vélrænum
jasstaktinum.
Síðasti dagur
útsölunnar
- eða leif- að lífi
Birtingur 31