Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 2

Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 2
ísafold ísafold, manstu hvað oft var bágt að lifa, einstæð þá varstu og bjóst úr manna leið? Hver mundi þora þá sorgarsögu að skrifa, segj’ hana öllum or skilja harm og neyð? ísafold, hvað ber nú upp á juna daga, ertu að kveðja þín fögru vonalönd? Framtíðin veit það og sömuleiðis saga, seld varstu áður í þrældóms hlekkjabönd. SÖNGTEXTAR EIN SIT ÉG ÚTI Á STEINI. Texti: Indr. Einarss. Lag: Sigf. Einarss. Ein sit ég úti á steini, angrið mér verður að meini. Lengi er hver stund að liða, leysir ei snjó milli hlíða. Fagrar heyrði égraddirnar úr Nifhingaheim. Manni ég unnað hef einum, ástin er sárust i meinum. Ég get ekki sofið fyrir sönguunum þeim. Önnur fékk þann sem ég unni, andvörp min heyrast i runni. Strengir i hjarta mér hrökkva, hinzta sinn tekur að rökkva. Naprar heyrði ég raddirnar úr Niflunga- heim. Vefðu mig vœnginum Freyja, Vanadís leyf mér að deyja. Þá get ég víst sofið fyrir söngvunum þeim. ísafold varstu’ ekki að berjast, biðja og vona, beiðstu’ ekki þess, að það rættist mikil spá? Varstu’ ekki að leggja í lundu þinna sona lifandi orku og glaða frelsisþrá? ísafold bregðast nú allir þínir synir, áttu ekki síðan að vera glöð og frjáls? Vita ekki menn það, að úlfar eru vinir, aðeins á meðan þeir ná ekki í þinn háls? ísafald, hvar áttu menn, sem vona og vilja, varstu ekki einmitt að fóstra og hvetja þá? Hvar áttu syni er sögu jrína skilja, sauma nú völvurnar klæði á þinn ná? L I N D I N Tcxti: Hulda. Lag: Eyþór Stefánsson. Hvi drýpur laufið á grœnni grein? Hvi grœtur lindin og stynur hljótt? Hví glampa daggir á gráum stein, sem grúfi yfir dalnum þögul nótt? Ég veit hvað þú grœtur, litla lind. Og langl er siðan hún hvarf þér frá; hún skoðar ei frarnar fallega rnynd i fleti þinum með augu blá. HRINGURINN Alþýðuvísa. Lag: M. Á. Árnason. Þegar ég geng úl og inn og ekkert hef að gera; hugsa ég um hringinn minn og hvar hann muni vera. Ef hann finna ekki má, uþp þá rennur vorið, huldufólkið hefur þá hann i kletta borið. NÝTT ÚTVARPSBLAÐ. Vikublað. — Ritstjórar: Ben. Gíslason frá Hofteigi og Helgi Kristinsson. Útgefandi: Nýtt útvarpsblað h.f., Tjarnargötu 10 (gengið inn frá Vonarstræti). PRENTVERK GUÐM. KRISTJANSSONAR NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 2

x

Nýtt útvarpsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.