Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 12

Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 12
fær að breidd. Munnmæli segja að þennan veg hafi bóndi á Egilsstöðum gert fyrir dæt- ur sínar til þess að ganga eftir til Refsstaða- kirkju, og a£ þeim sökum hefur þessi braut verið kölluð jómfrúbraut enn í dag. En hún er það kannske í öðrum skilningi, því ef til vill er þetta fyrsti upphlaðni vegur í land- inu. Munnmælin herma þetta rétt og fleiri munnmæli eru til um Jóhann þýzka. T. d. á plógur Kans að hafa lcngi vcrið til á Eg- ilsstöðum, eftir nýjum þjóðsögum, því það halda menn að pfógurinn, sem var snúru- staur á Bálkastöðum í Heiöahamri Gunnars Gunnarssonar, sé einmitt plógur Jóhanns þýzka! En það fullyrði ég, að engir gripir voru til í mínum uppvexti, er gætu verið eftir Jóhann þýzka, nema ef vera skyldi ax- arblað mikið, sem ómögulegt var að týna, og var til einskis nýtt. Mig minnir, að ég henda því að síðustu í húsgrunninn á Egils- stöðum 1916. Var það mikið axarskaft — eða blað! — En þá vissi ég ekkert um Jó- hann þýzka. Jóhann þýzki er geysimikill ættfaðir í landinu. Eftir hann hjó á Egilsstöðum Sess- elja dóttir hans, og var giít Jóni Sigfússyni prests í Hofteigi Tómassonar hins kynsæla. Hafa þau hjón fluttst frá Egilsstöðum að Breiðuvíkurstekk við Reyðarfjörð, og þar er Sesselja 1703, en Jón þá dáinn. Ingibjörg dóttir þeirra er þá 13 ára gömul. Og Jakob heitir sonur þeinra. Mið-Múlasýsluverzlun- in var þá í Breiðuvík og einmitt við stekk- inn. Heíur Jón líklega fluttst þangað á veg- um verzlunarinnar. Gæti Jóhann þýzki ef til vill hafa verið eitthvað riðin við verzlun- ina á Vopnafirði, og ]ón síðan eftir hann þar, unz hann flyttst til Breiðavíkur verzl- unar. Ingibjörg giftist síðar Jens Wíum, sýslumanni og var móðir Hansar sýslu- manns. En Jens Wíum kom til íslands á vegum Breiðavíkurverzlunar. Er fjölmenn Sr. Gísli Brynjólfsson prestur að Kirkjubæjarklaustri, mun á laugardaginn, fyrsta vetrardag, flytja „Hug- leiðingar um missirisskiptin". * Jón Helgason, blaðam., talar um daginn og veginn á mánudaginn kr. 20,45. og merkilcg ætt frá þeim Jens og Ingi- björgu komin. Jóhanns nafnið er fánel'nt í landinu 1703 og við lauslegt yfirlit finn ég það ekki á Austurlandi. Nú heita svo margir menn. Þennan stutta útdrátt úr Egilsstaðasögu hef ég gert til þess að vekja athygli á menj- um eftir Jóhann þýzka á Egilsstöðum, sem eigi má láta undir höfuð leggjast að rann- saka, því búnaðarsaga íslands á þarna all- merkilegan þátt, sem eigi hefur verið skráður. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 12

x

Nýtt útvarpsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.