Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 9

Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 9
Rætt um útvarpið Hvernig líkar þcr dagskrá útvarpsins og livaða breytingar viltu að á henni séu gerðar? Ofangreindri spurningu varpaði Nýtt útvarpsblað til nokkurra manna og kvenna, í flestum sétt- um þjóðfélagsins. — Eru fyrstu svörin, sem borizt hafa á þessa leið: „Meira líf í tuskurnar. í stuttu máli sagt: mér finnst útvarpið þunnt. Ég á sjaldan heimangengt og hlusta því nær allt- af á útvarpið. Mér finnst það mjög sjaldan skemmtilegt og mjög lítið finnst mér gert til að losa dagskrána úr þeim hlekkjum fastra liða, sem Miðvikudagur 20. október. 20.30 Útvarpssagan: „Stúlkan á bláa kjóln- um“ eftir Sigurð Heiðdal, I. 21.00 Tónleikar (endurteknir). 21.35 Erindi um Abraham Lincoln (Pétur Sigurðsson, erindreki). 22.05 Danslög (plötur). Fimmtudagur 21. október. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) Forleikur að óperunni „Euristeo" eftirjoliann Adolf Hasse. b) Tvö indversk lög eftir Wood- forde-Finden. c) Þrír dansar eftir Smetana. 20.45 Frá útlöndum (ívar Guðmundsson, ritstj.). 21.05 Tónleikar (plötur). 21.10 Dagskrá Kvenréttindasambands ís- lands. — Erindi: Mót Húsmæðrasam- bands Norðurlanda; siðara erindi (Rannveig Þorsteinsdóttir). 21.35 Tónleikar (plötur). 22.05 Vinsæl lög (plötur). hún er í. Maður veit alltaf hvers maður á að vænta í hverri viku, dag eftir dag og ár eftir ár. Þó finnst mér meiri vinna og rækt sýnd tónlist- arflutningnum en hinu talaða orði. Þær breytingar, sem ég vil láta gera á dagskrá útvarpsins er meiri og fleiri en svo, að ég geti gert grein fyrir þeim í stuttu máli. Þó skal nokk- urra getið. Ég vil ekki vísindaleg erindi á kvöld- in, en ég vil láta ísl. bókmenntir skipa þar meira rúm, sérstaklega kvæði. Og ég vil aðeins láta góða upplesara koma fram, svo sem Lárus Páls- son og Helga Hjörvar. Mér finnst það óþjóðlegt að lesa erlendar fréttir (svo andríkar sem þær eru nú jafnan) á undan innlendum fréttum. Og mér finnst það óviðeigandi að íslenzkir söngv- arar syngi fyrir landa sína á erlendum tungum. Hvar eru ljóðskáldin með söngtextana? Ég vil láta dagskrána vera lengri á hverju kvöldi, og Frh. á bls. 13. Föstudagur 22. október. 20.30 Útvarpssagan: „Stúlkan á bláa kjóln- um" eftir Sigurð Heiðdal, III. 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kaflar úr kvartett nr. 13 í G-dúr eftir Haydn. 21.15 Útvarpsþáttur: Vetrardagskrá út- varpsins (Jakob Benediktsson, mag., form. útvarpsráðs). 22.05 Symfónískir tónleikar (plötur): a) Píanókonsert eftir Grieg. b) Symfónía nr. 8 í F-dúr eftir Beet- hoven. Laugardagur 23. október. (Fyrsti vetrardagur). 20.30 Kvöldvaka: a) Hugleiðing við missiraskipti (sr. Gísli Brynjúlfsson). b) Draumvísur (Einar Ól. Sveinsson og Pálmi Hannesson lesa). c) Útvarpskórinn syngur (Stjórnandi Robert Abraham). 22.05 Danslög: a) Danshljómsveit Björns R. Einars- sonar leikur. b) Danslög af plötum. NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 9

x

Nýtt útvarpsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.