Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 13

Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 13
Játningar heitir bók, sem kemur út innan skamms á vegum Hlaðbúðar. í bókinni gera þrettán þjóðkunnir menn grein fyrir lífsskoðunum sínum, en þeir eru: Alexandec Jóhannes- son, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Ágúst H. Bjarnason, Björn Sigfússon, Gunnar Bene- diktsson, Einar Arnórsson, Kristmann Guð- mundsson, Jón Þorleifsson, listm., Sigur- björn Einarsson, Sigurjón Jónsson, læknir, sr. Jakob Jónsson, [akob Kristinsson og Símon Jóh. Ágústsson, sem jafnhliða hefur búið bókina undir prentun. ATLI BJÖRNS HALLDÓRSSONAR, Hrappseyjarútgáfan frá 1870, ljósprentuð, með formála eftir Þorstein Þorsteinsson, til sölu á skrifstofu BÚNAÐARFÉLAGS ÍSLANDS Verð í bandi kr. 45.00. Fritz Kreisler er einhver mesti fiðlusnillingur síðari tíma. Hann er austurískur að þjóðerni en tlvelur í U.S.A. Rachmaninoff er einn af öndvegistónskáldum 20. aldarinnar. Hann var Rússi að þjóðerni, en dvaldi lengst af æfi sinni í U.S.A. * Rætt um útvarp Frh. af'bls. 9. ég vil láta leika létt klassisk lög síðasta klukku- tímann. Ég vil meira af góðum leikritum. Sem sagt, meira lífrænt efni. Á daginn erum við hús- freyjurnar við matargerð, þvotta og barnaupp- eldi. Á kvöldin verðum við að annast hannyrð- ir okkar, sauma- og prjónaskap. Þá viljum við hlusta á útvarpið og þá eitthvað hugljúft efni, sem lyftir huganum upp fyrir hversdagslega smámuni. V. S., Skólahverfinu, Reykjavík". „Fleiri dagskrárliði úr daglega lífinu. Það margt gott hægt að segja um útvarpið, og það er líka jafnhægt að segja um það illt. Mér líkar það bæði vel og illa, finnst tónlistin of mik- il, henni hef ég kannske ekki vit á, en of lítið af upplífgandi efni. Má ekki til dæmis taka sam- töl við menn á stálþráð eða hljómplötur, oftar en þegar menn bjargast úr lífsháska, samanber við- talið við sjómennina á „Björgu“ í vetur. Útvarps- sagan síðasta virtist í fyrstu sæmileg, en varð svo allt of langdregin. Mér finnst stuttar sögur beztar. Jón í Hafnarfirði". NÝTT ÚTVARPSBLAÐ 13

x

Nýtt útvarpsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.