Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 4

Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 4
það víst, að það hæfasta og bezta veldur mestu um framtíðarþróunina, verður arfur- inn, sem kynslóðin skilar inn á sögusvið, og er þá þess að minnast, að engum arfi er hægt að skila kynslóðanna milli, nema menningararfinum. Útvarpið er yngst menningartækja, og stríðir við sína banasjúkdóma. Það er þann- ig tæki, og ætla má að hægt sé að stjórna því þannig, að það komi að hinum áhrífa- ríkustu notum í þarfir menningarinnar í landinu. Þessvegna hefur nafn blaðsins ver- ið bundið við það, og höfuðtilgangur, og er þess að geta, að það á að vera tengilið- ur milli útvarps og hlustenda, og reyna að hafa áhrif á það hvernig útvarpinu er beitt. Þá mun verða fluttur í blaðinu alþýðleg- ur fróðleikur um menn og málefni, almenn saga, persónusaga, frásagnir af drengilegum og áhrifaríkum viðburðum, því íslend- ingar verða að vita það, að þó þeim hafi af guðs náð verið skákað niður í Sel- tjarnarnesi, of mörgum, að rætur þjóðlífsins liggja annarsstaðar, og það mega ekki, frek- ar en orðið er, rætur þjóðmenningarinnar ganga undir plóg hinna innfluttu hafnar- borgahátta. Af stjórnmálum mun blaðið ekki skipta sér, nema hvað menningarmálin eru stjórn- mál allra stjórnmála. Þó munu landsrétt- indi varin fyrst það eru stjórnmál á íslandi að verja þau ekki. Og það má segja það strax, að þeir menn, sem eigi verja lands- réttindi geta ekki fengið sögulegt gildi í menningarríki, og þjóð, sem brynnir börn- um sínum, í eiginlegri merkingu, á brenni- vini hlýtur fyrr eða síðar að róa galeyðu þrælkunarþjóðar I stíl við einokunarkaup- menn Dana á fyrri öldum. Og ef viðskipta- líf þjóðarinnar á að byggjast á svikum frá almennri skattheimtu til almenningsþarfa í ríkissjóðinn, og áfram í gegnum öll almenn 4 Óperusöngskóli Skagfields. Sigurður Skagfield, söngvari ,hefur stofn- að óperusöngskóla, sem mun taka til starfa í næsta mánuði og verða til húsa í Þjóðleik- húsinu. * Skáldsögur eftir Kristmann Guðmundsson, Ása úr Bæ og Agnar Þórðarson, munu koma út á vegum Helgafells innan skamms. viðskipti, til vinsvika í húsnæðismálum o. fl., þá er skammt þar til það verður sagt, en eigi spurt um, að hér búa ekki menn. Það vcrður að koma þjóðinni í skilning ’ urn það, „að sofið er til fárs og fremstu nauða“. Og það er skcmmtilegast að gera það þannig, að hægt sé að segja: „Nú er dagur við ský“. DdGfH. NÝTT ÚTVARPSBLAÐ

x

Nýtt útvarpsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt útvarpsblað
https://timarit.is/publication/824

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.