Nýtt útvarpsblað - 17.10.1948, Blaðsíða 10
BYGGÐ OG SAGA I.
Jóhann þýzki
Iigiisstaðir í Vopnatirði eru með legurstu
jörðum — af mörgum fögrum — í þessu
landi. Og þessi fagra og stóra jörð á meiri
sögu, en velflestar aðrar jarðir í landinu,
þegar frá eru teknir staðir og klaustur, því
hinn voldugi klerkdómur hefur aldrei náð
tökum á þessari jörð, svo vel heíur hún ver-
ið varin af sínum ábúendum og unnendum.
Það má þó ætla, að nokkuð hafi verið reynt
til, um það leyti sem Vopnafirði var skipt
í tvær sóknir og staður gjörður að Refsstað,
en það er næsti bær fyrir utan Egilsstaði og
aðeins stekkjargata milli.
Óvíða munu finnast dæmi um það, að
jörðum, sem lægju svo nærri klerkdóminum,
auðnaðist að halda öllu sínu, jafnvel landa-
merkjum, sem sýnast óþægilega nærri Refs-
stað á alllöngum spotta. Það er mikið mál
að segja alla sögu Egilsstaða, sem þekkt er,
og það er eins með hana og flestar jarðir í
landinu, að saga hennar er glötuð að mikl-
tim hluta. Það sem vitað er, er því merki-
legra. Hér verður eigi gjörð nema lítilshátt-
ar frásaga af einum bónda, sem húið liefur
þaa' og þó ekki af þeim, sem þekktastur er
af ættfræðinni, Hallgrími Þorsteinssyni,
Barna-iSveinbjarnarsona, er átti 5 syni,
er ailir urðu prestar, nema kannske Guð-
mundur í Gróf á Höfðaströnd afi HaUgríms
Péturssonar og 1. dóttir, sem varð prests-
kona, og er svo „sæll af sonum" að fáir, og
líklcgast engir scu þeir núlifandi íslending-
ar, er eigi séu aíkomendur hans. Hallgrím-
ur bjó á Egilsstöðum um og eftir aldamót-
in 1500, því Þorlákur sonur hans faðir Guð-
hrands biskups er talinn fæddur 1508.
10
En á seytjándu öld býr á Egilsstöðum
útlendur rnaður, Jóhann að nafni Williems-
son Cristian sonur greifa af Rantzau í
Slesvig.
Um hvert leyti Jóhann hefur komið til
Íslands er mér liulið, en um 1640 er hann
farinn að búa á Egilsstöðum, því Sesselja
dóttir hans, sú eina af börnum hans er á
lííi 1703 í manntalinu, er fædd 1643. Gæti
hún hafi verið yngst af börnum lians, er
flest hafa verið dætur. Þó er William, sem
búið hefur á Hámundarstöðum sonur hans,
en þar býr ekkja hans 1703, en flest börn
þeirra gift. Meðal annars Kristín, seinni
kona, eða jafnalt síðasta kona, séra Ólafs
Gíslasonar á Hofi. Gæti því fóhann hafa
byrjað búskap á Egilsstöðum um 1630. Af
hvaða rökum Jóhann flyzt til landsins er
eigi vitað, en geta mætti þess til, að hann
hefði komið á vegum dönsku verzlunarinn-
ar og þá líklega um það bil, sem umdæma-
verzlunin hófst.
Hefur Jóhann þá verið ungur. Kona hans
cr talin vcra Ingibjörg dóttir Jóns bónda
Rafnssonar í Skörðuni í Þingeyjarsýslu, er
hefur flutzt austur í Vopnafjörð og búið
í Syðrivík, og systir Galdra-Raíns á Ketils-
stöðum í Hlíð hins mikilhæfa manns. Það
sem gerir Jóhann á Egilsstöðum eftirminni-
NÝTT ÚTVARPSBLAÐ