Húsfreyjan - 01.01.1950, Síða 18

Húsfreyjan - 01.01.1950, Síða 18
Rannveig Þorsteinsdóltir. fá kennara í hennar stað. En næsta haust réðist sanibandið í að ráða í þjónustu sína tvo umferðakennara, þær Halldóru Ein- arsdóttur frá Bolungavík og Guðrúnu Jens- dóttur, er kennt hafði fyrr sem umferða- kennari og auk þess verið um alllangt skeið kennari við húsmæðraskólana á Hallorms- stað og Staðarfelli. Halldóra starfaði að- eins eitt ár hjá sambandinu, en Guðriín er enn í þjónustu þess. Hafa nú umferða- kennarar í matreiðslu, kostaðir af K. I., starfað hjá flestum héraðssambönduni landsins og auk þess kennt við þó nokk- ur námskeið fyrir telpur á skólaskyldu- aldri. Á síðastliðnu Iiausti réðist svo Hall- dóra Eggertsdóttir, námstjóri húsmæðra- skólanna, að nokkru leyti hjá K. 1. sem ráðunautur. Hefir hún lialdið allmarga fyrirlestra á vegum sambandsins og auk þess veitt ýmis konar leiðbeiningar, er bÚ8mæður hafa óskað eftir, bæði á ferð- um sínum um landið og einnig á vissum tímuni á skrifstofu K. í., jiá er hún hefir haldið kyrru fyrir í Keykjavík. Á Landsþinginu 1945 var samþykkt til- laga um að leita eftir því við útvarpsráð. að flutt vrðu að staðaldri erinili, sem varða áliugamál kvenna, og skyldi stjórn K. I. sjá uin erindaflutning þennan. Varð út- varpsráð við beiðni þessari og liefir erinda- flutningur þessi jafnan farið fram síðan tvisvar í mánuði nema aðeins sumarmán- uðina. Má fyllilega telja erindaflutning þénnan til fræðslustarfs, enda þótt mörg erindin hafi eigi verið bókstaflcg fræðsla í þessu orðs þrengstu merkingu. Þá ber jiess að geta, að um þær mundir, sem Landsþingið 1945 var lialdið, var haf- inn nokkur undirbúningur að manneldis- sýningu, er stjórn K. I. hafði hugsað sér að gangast fyrir á næsta liausti. Hafði Rann- veigu Kristjánsdóttur, ráðunaut K. I., verið falið að sjá um alla tilhögun og undir- búning sýningar þessarar. Til þess að skýra málið, flutti svo Rannveig erindi um slík- ar sýningar á Landsþinginu og var sam- þykkt á þinginu, að sambandið skyldi efna til sýningar þessarar. Ennfremur var þess óskað, að sýningin vrði flutt til fleiri staða á landinu, ef unnt væri, þótt hún yrði fyrst lialdin í Revkjavík. Var svo sýningin lialdin í nóvembermánuði næsta á eftir. Er svofellduni orðum farið um tilgang sýningarinnar í inngangi að litlum bækl- ingi, er út var gefinn í síimhandi við sýn- inguna: „Manneldissýning Kvenfélagasambands íslands er lítil tilraun til þess að kynna almenningi belztu niðurstöður mann- eldisfræðinnar, benda á mikilvægi geymsluaðferða og meðferðar allrar in arkaðsvöru“. Var sýningin opin í hálfan mánuð og var mjög vel sótt. En kostnaðar vegna sá stjórn K. f. ekki fært að fara með hana víðar um Iandið, þar e.ð hciðiii um stvrk til þess var synjað af Alþingi. 18 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.