Húsfreyjan - 01.01.1950, Qupperneq 20

Húsfreyjan - 01.01.1950, Qupperneq 20
Skrá yfir nöfn þeirra kvenna, er setið hafa í stjórn Kvenfélagasambands Islands árin 1930—1950, ásamt nokkrum helztu æviatriðum þeirra 1. Ragnliildnr Pétursdóttir, formaður K. í. 1930—1947 (sjá nánar í sérstakri grein). 2. Gufirún Jónsdótlir Briem, fædd aS Auð- kúlu í Svínadal '11. maí 1869. Foreldr- ar: Jón prófastur Þórðarson og kona lians Sigríður Eiríksdóttir Sverrissen. ólst Guðrún upp að Auðkúlu lijá for- eldrum sínum og naut tilsagnar þeirra beggja, föður síhs í bóklegum fræðum, en móður sinnar í bvers konar kven- legri heimilisiðju. Stundaði nám í kvennaskóla Húnvetninga að Ytri-Ey. Fór tvívegis utan og stundaði nám við Statens Kursus i Haandarbejde í Kaup- mannahöfn. Árið 1895 varð hún for- stöðukona kvennaskólans að Ytri-Ey og gegndi því starfi í þrjú ár, en þá gifl- ist hún Eggert Ó. Briem, þá sýslumauni Skagfirðinga, 30. ágúst 1898. Eftir að þau hjón fluttu til Reykja- víkur liafði Guðrún á hendi ýms trún- aðarstörf. Til dæmis var hún kjörin í stjórn kvennaskólans árið 1907 og sat þar jafnan síðan til dauðadags. í stjórn hjúkrunarfélagsins Líkn var hún kosin árið 1926 og varð gjaldkeri félagsins þaðan í frá lil æviloka. Alla ævi lél hún sér mjög umliugað um menntun kvenna. Mun hún liafa meðal annars beitt sér fyrir því, að bandavinnukennsla fyrir stúlkur var innleidd í barnaskólanum í Reykjavík um 1910 og kennaraefnum í Kennara- skóla Islands veitt tilsögn í handavinnu í því skyni, að þær gætu kennt öðrum síðar. Mjög lét hún sér og annt um, að stofnaður yrði húsmæðra-kennara- skóli liér á landi og var eigi ósjaldan formælandi þess máls, enda gekk hún að hverju starfi með atorku og heils hugar, Eins og getið er um í söguyfirliti K. í. í þessu liefti sat hún í nefnd þeirri, er B. í. skipaði til þess að semja yfir- lit og gera tillögur um búsmæðrafræðslu á ísl andi. Vann hún svo áfram í nefnd- iniii að undirbúningi að stofnun Kven- félagasambands Islands og var kjörin í stjórn þess á stofn|)ingi 1930. Sat hún svo í stjórn sambandsins upp frá því, þar til hún andaðist 10. jaiíúar 1943. 3. GuSrún Pétursdóttir, fædd í Engey 9. nóvember 1878, alsystir Ragnhildar Pét- ursdóttur. Ólst upp hjá forehlrum sín- um í Engey. Giftist 5. júlí 1904 Bene- dikt Sveinssyni alþingismanni. Á stofn- þingi Kvenfélagasambands íslands var Guðrún kosin í stjórn og hefir setið þar jafnan síðan. Er systir lienn- ar, Ragnliildur, lét af störfum 1947 var bún kjörin förmaður sambandsins og gegnir því starfi enn. 4. Svafa Þórleifsdóttir, fædd 20. október 1886 að Skinnastað í Oxarfirði. Foreldr- ar: Þórleifur prestur Jónsson og kona lians Sesselja Þórðardóttir. Ólst upp hjá foreldrum síiniin að Skinnastað. Lauk gagnfræðaprófi við Flensborgarskóla ár- ið 1904 og kennaraprófi við Kennara- skóla Islands árið 1910. Kennari í Norð- tir-Þingeyjarsýslu árin 1905—1909 og 1910—1913. Skólastjóri við harnaskól- ann á Bíldudal 1913- 1919 og á Akra- nesi 1919—1944, er hún lél af kennslu- 2() H Ú S F H E YJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.