Húsfreyjan - 01.01.1950, Síða 22
ekki, |>egar götuspilararnir komu í húsa-
garðinn. En í vikulok voru samt of margir
aurar, sem runnið höfðu til spilaranna.
Og svona liefir það gengið jafnan síðan.
Skiljið mig nú ekki þannig, að það sé
vegna mannúðar og góðgerðasemi, að fjár-
mál mín eru ekki í lagi. Þvert á móti er
|>að skemmtanalöngun, óbeit á tölum og
fyrirlitning á gildi þeirra, sem hlýtur að
vera meðfædd, því sannarlega hefi ég á
fullorðinsárum orðið að vinna sjálf fyrir
þeim peningum, sem ég liefi notað.
Auðvitað er mér það ljóst, að það, að
é_g hefi haft mína eigin atvinnu, setur mig
sem húsmóður í annan flokk en allan þorra
liúsinæðra. Sá flokkur á að sumu leyti
við betri kjör að búa og að öðru leyti
verri en þær konur, sem geta helgað sig
liúsmóðurstarfinu einu saman.
Ég er ekki þeirrar skoðunar, að það
þurfi að vera heimilinu til tjóns, þó móð-
irin og húsmóðirin stundi atvinnu utan
þess. Yfirleitt lield ég, að ekki sé hægt
að gefa neinar reglur um slíkt. Það er
allt komið undir einstaklingnum, hvort
betur eða ver tekst til. Ég lít svo á, að
það sé gott heimili, þar sem börnin halda
saman undir kærleiksríkum verndarvæng
foreldranna, enda þótt eitt og annað fari
að öðm leyti úr skorðum við og við.
Án þess að ég liafi ætlast lil þess, má
ef til vill skilja orð inín svo, að ég sé að
verja húsmóðurina, sem atvinnu stundar
utan heimilisins. Á þessu vil ég hiðja fyr-
irgefningar, því hún þarf ekki á neinum
verjanda að halda. Ég virði hana og met,
alveg eins og ég virði þá húsinóður, sem
á svo mikið fjör og lífskraft, að hún get-
ur flutt andlega strauma uinlieimsins inn
í sitt daglega umhverfi á lieimilinu og
tekið sjálfstæða afstöðu til stjórnmála og
annarra yfirstandandi vandamála þjóðlífs-
ins, án þess að verða fyrir áhrifum ann-
arra starfsgreina en lieimilisins. Ég á hér
við þá húsmóður, sem getur haldið sér
við' sem sjálfstæðri manneskju í tilbreyt-
ingarlausum önnum húsmóðurstarfsins.
Það er eininitt í þessu efni, sem ég tel
að húsmæðrafélögin hafi haft og hafi slórt
hlutverk, sem þau leysa vel af hendi. Það
sem sé, að koma húsmæðrunum í skiln-
ing um, að ekkert lieimili, hvort sem það
er stórt eða smátt, getur komist af án and-
legrar fæðu, og að fjárhagsafkoma breytir
hér engu um. Það er stundum talað um,
að vera bara húsinóðir, og það orð á full-
kominn rétt á sér, ef húsmóðirin gefur
sér ekki tíma til að vera jafnframt félagi
og sannur maður.
Ég liika við að skrifa orðið maður. Orðið
liefir á seinni tímum verið dregið svo
niður í sorpið. Það ætti að vera eitt af
hlutverkum húsmæðrafélaganna, að skapa
virðingu fyrir hugtakinu: máSur.
Ég er sannfærð um að vald okkar er
mikið, vald liúsmæðranna, fyrst og fremst
vegna þess að það er máttur án ofbeldis.
Máttur kærleikans. Ég hefi þá trú, að góð-
ar hugsanir geti ekki dáið, fyrr en aðrar
enn betri hafi vaxið upp af fræi jieirra.
Þess vegna trúi ég líka á hugsjónina
„Sameinuð veröld“, og get ekki skilið ann-
að, en að hér sé það takmark, sem hús-
mæðrum, mæðrum og yfirleitt öllum kon-
um beri að stefna að.
Mótstöðumenn hreyfingarinnar segja, að
hún sé ekki annað en fagur draumur.
Auðvitað er hún ekki annað, á meðan
trúna vantar. Allar hugsjónir svífa í loft-
inu, ef enginn dregur J>ær niður á jörðina.
En okkur, sem þráum þessa liugsjón,
af j>ví hún er skilyrði fyrir heimsfriði, -—
okkur er hún veruleiki.
Allir þeir höfundar, sem áður liafa skrif-
að norrænu hréfin hafa byggl á einingar-
hugsjóninni, |>ess vegna liika ég heldur
ekki við að segja j>að, sem mér liggur
Jiyngst á hjarta. Hljótum við ekki að taka
undir með Ebbu östenson: „Hversu mikla
þýðingu hefir ekki norræn einingarkennd
22 HÚSFREYJAN