Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 4
um í bundnu og óbundnu máli. Ég fékk m. a. í jólagjöf svokallaða „poesibók“ og þá auðvitað vísur frá afa, Briem og Ivari. Svo koma mörg jól með nýjan fögnuð. Eftir að Steingrímur frændi varð liér- aðslæknir á Akureyri, vorum við öll að- fangadagskvöld bjá lionum. Og þar var jólatré! Við börnin hlökkuðum ósegjan- lega til jólanna og töldum dagana, a. m. k. allan desember fram til hins lang- þráða dags. Mér er sérstaklega minnis- stætt smáatvik einn aðfangadag, sem mér hefir fundizt óþarflega langur. Amma stóð við matarpott frammi í eldhúsi og var að útbúa eitthvert góðgæti banda okkur. Ég spurði: „Hlakkar þú ekki líka til jólanna, amma mín?“ Það stóð víst á svari hjá henni, og ég man alls ekki, bverju bún svaraði, en eitthvað í svip hennar dró úr ungæðislegri kátínu minni, lét mig skyggnast bak við tjöld gleð- innar og sjá, að þar standa alltaf ein- hverjir, sem með starfi og striti stuðla að því að skapa öðrum gleði, afar oft án þess að vera sjálfir þátttakendur gleð- innar. Óvíst er, að andans auður afa hefði orðið að sama skapi notadrjúgur, hefði liann ekki átt ömmu við hlið sér til að bera byrðar hversdagslífsins. Akureyri er unaðsfögur, íklædd mjall- arskrúða. Við voruin búin til ferðar og biðum eftir bjöllusleðanum, sem átti að aka okkur suður í kirkju. Sleðinn var á Akureyrarmáli kallaður ,,kani“, og ökumaðurinn, faðir Jóhannesar gestgjafa á Hótel Borg, var nefndur Jósep keyrari. Hann átti veglega vagna, lokaðar „drossí- ur“ með tveim gráum gæðingum fyrir og að innan klæddum rauðu flosi, svo og einnig léttivagna og eineykisvagna. En á vetrum í snjó var keyrt í kana. Nú heyrðist bjöllubljómur. Jósep keyrari er kominn! og þá var lagt af stað. Gatan var glitrandi lijam. Vaðlabeiðin sem meitlaður marmaraveggur og Garðs- árdalurinn í mánaskini sem uppljóm- aður álfheimur, Ijós í hverjum glugga, fótgangandi kirkjufólk, bjölluhljómur sleðanna og lojts kirkjuklukkurnar, sem ómuðu gleðileg jól á móti okkur, og blessuð gamla kirkjan bauð okkur vel- komin. I mínuni augum var hún feg- ursta kirkja á landinu, látlaus, hrein og laus við allt pírumpár. Fjöldi fólks, mik- il ljós og mikill söngur er í öllum kirkj- um um stórliátíðir, en söngur, eins og þá mátti heyra í Akureyrarkirkju, er sjaldgæft undur. Ræðuna bar ég ekki skvn á, þann tíma notaði ég til að skima í kringum mig og finna jólin í sjálfri inér. En hin undurfagra englarödd síra Geirs var guðsþjónusta, sem ég skynjaði og skildi. Síðan hef ég farið víða um lönil og hlustað á lieimsfræga söngvara ýmissa þjóða, en enga rödd hefi ég feg- urri beyrt en síra Geirs. Sumir kunna að harina það, að slík rödd fái ekki frægðar að njóta né hljómað í sönghöll- um stórþjóða. En ég hygg, að blessun sú, sem barst með þessum róm í litlu kirkjunni norður undir heimskautsbaug, hafi ekki verið lakara hlutskipti. Or kirkjunni fórmn við beina leið til Steingríms frænda. Um leið og við opn- uðum dyrnar, streymili á móti okkur jólailmur, angan af greni og eplum, og í forstofunni voru grenigreinar fyrir ofan kínversku myndirnar, sem voru í bamb- usumgerð og Steingrímur hafði náð í í Austurálfuferðalagi sínu. Því næst var okkur tekið opnum örmum og boðin gleðileg jól, ungum og gömlum, setzl um stund inni í rauða kontórnum bans Steingríms, þar sem læknislyktin varð í kvöld að víkja fyrir jólaikni. Síðan var setzt að borðum, en bannað að gægjast inn í stofuna, þar sem jólatréð stóð, fyrr en þess dýrðarstund væri upp rannin. Jólamáltíðin var ýmist rjúpur eða steik 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.