Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 13
Ég hafði hugsað mér að minnast í þess- um greinarstúf nokkrum orðum Mæðra- styrksnefndarinnar hér í Reykjavík, en sú stofnun er afsprengi kvenréttindahreyf- ingarinnar, því að það var Kvenréttinda- félags Isl., sem árið 1923 gekkst fyrir stofn- un nefndarinnar, aðallega að undirlagi Laufeyjar lieit. Valdemarsdóttur. Sifjalöggjöfin mun óvíða vera frjáls- legri en hér á landi, og á síðustu ára- tugum hefir löggjafinn með margvísleg- um lagaákvæðum, þ. á. m. trygginga- löggjöfinni, stefnt að því að bæta hag mæðra og barna. Ýmsar kröfur kvenna um aukinn stuðning hins opinbera mæðr- um til handa, og þá aðallega krafan um mæðralaun, hafa þó strandað á því, að það liefur ekki þótt fært af fjárhags- ástæðum að verða við þeim. Vonandi verður þess þó ekki langt að bíða að. þeim verði fram komið, en viðbúið að það verði liáð fjárhagsafkomu þjóðar- innar í heild, hvað á vinnst í þeim efn- um. Hlutfallstala óskilgetinna barna er há hér á landi, um það bil 4. livert barn fæðisi utan hjónabands. Því fer þó fjarri að öll þessi börn alist upp hjá einstæðingsmæðrum, því að bæði er það mjög algengt hér að fólk búi saman ógift, og eins giftast margar mæðurnar síðar. En mikill fjöldi óskilgetinna barna elst þó upp hjá einstæðingsmæðrum, og þegar þar við bætast ekkjur og frá- skildar konur er hópurinn orðinn býsna stór. Þessar mæður eiga flestar hverjar erfitt uppdráttar í lífinu. Bundnar af börnum og heimili leggja margar þeirra hart að sér til þess að geta unnið sér inn einliverja peninga fyrir illa launuð störf, og gerir þó varla að hrökkva fvrir allra brýnustu nauðsynjum lieimilisins. Starf Mæðrastyrksnefndar miðar að því að bæta hag mæðra og barna í löggjöf- inni og framkvæmd hennar og veita efnalitlum konum adstoð til þess að ná rétti sínum, svo sem lög standa til. En auk þess rekur nefndin líknarstarfsemi, þar sem hún gengst árlega fyrir jólasöfn- un til handa bágstöddum mæðrum, og starfrækir sumarlieimili fyrir mæður og börn og hvíldardvöl fyrir konur, og njóta gestir nefndarinnar þar dvalar endur- gjaldslaust. Það er sjaldnast af ánægjulegu tilefni að konur leita til skrifstofu Ma'ðrastyrks- nefndar, og starfið þar veit.ir æði oft innsýn í dapurleg örlög og harða lífs- haráttu, en þar hregður líka oft fyrir björtum myndum af bróðurþeli og örlæti Reykvíkinga, ekki sízt fyrir jólin. Um leið og ég tek mér það bessaleyfi að minna reykvíska lesendur á að jóla- söfnun Mæðrastyrksnefndar fer senn að hefjast, langar mig til að ljúka þeesum línum með ofurh'tilli „jólauögu“, ekki vegna þess, að lnin sé beinlínis bundin við jólahátíðina, lieldur liins, að hún er hugðnæm eins og jólasögav eiga að vera, því að liún lýsir því, scm gott er í fari mannanna. Fátæk einstæðingsmóðir, sem oft hafði leitað á náðir Mæðrastyrksnefndarinnar, beið mín dag einn fyrir fáum árum við dyrnar er ég kom í skrifstofuna. Ég liafði ekki liitt hana í lengri tíma, en brá þegar ég sá, hvaða stakkaskiftum útlit liennar hafði tekið. Þessi kona, sem áð- ur var þrekmikil og liraustleg og glað- leg í viðmóti, var nú orðin grá og gugg- in, og furðaði mig ekki er liún, um leid og hún bar upp erindi sitt, sagði mér, að liún þyldi ekki orðiö að vinna og ætti nú að fara á spítala til upp- skurðar. Alllangur tími leið þangað til hún kom aftur, og enn hafði útlitinu hrakaö. Svo frétti ég látið hennar, og kom það þá fyrst í liuga mér, livað verða mundi um hörnin liennar fjögur, þar af tvö harnung, sein nú mundu tvístr- ast og heimilið leysast upp. HÚSFREYJAN 13

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.