Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 16
sig við þaim félagsskap, sem örlögin hafa
búið henni og það bjargar henni, að
birtan er ekki skær. Síðan er kveikt á
kerti; litlu rauðu kerli, og kem ég þá
auga á stein, sem líkist gamalli konu,
sem krýpur og liggur á bæn fyrir fram-
an litla Ijósið, en bak við kertið er
stærri steinn á að gizka 12—15 cm. bár,
að gerð eins og altari, og yfir þessu
bvílir ró og friður. Nú birtir , og við
förum að athuga steinana, sem eru þarna
í öllum litum svo hundruðum skiptir,
og befi ég notið þess engu síður en að
fara á Náttúrugripasafnið, enda eru
þarna steinar, sem ekki finnast á „Safn-
inu“, og amma er góður leiðsögumaður.
Á meðal þessara steina er þunn liella, og
Iiefir náttúrufræðingur sagt um þann
stein, að bann mundi vera 12.000.000 ára
gamall. Á lionum er steinrunninn gróður,
fallegt stórt blað. Annar steinn er þar
minni en svipaður að gerð. Báðir þessir
steinar eru fundnir á Þorskafjarðarbeiði.
Ennþá er einn, ekki ólíkur hinum tveim,
þunn Ijella, fundin á Brjánslæk á Barða-
strönd, með gróðri frá ísöld. Stórir kór-
allar eru þarna sunnan úr liöfum, og
breiðast greinarnar út úr þeim í allar
áttir, og er einn þeirra sérstaklega stór
og fallegur. Steinarnir taka á sig alls
konar myndir, en mest þó liraungrýtið
og fjörusteinarnir, þeir bafa þegar fengið
á sig liefð og heita sínum nöfnum: t. d.
dansandi björn, sem er úr Skaptafells-
sýslu, mannapi, sem er ófríður með af-
brigðum, tvö smátröll með barnið sitt
á milli sín, og svo djákninn á Myrká,
á bann er límd bvít pjatla, og liestur-
inn fer bratt. Mér finnst ég heyra „Gar-
ún, Garún“, og nú fer um mig hrollur.
Þarna er járnsteinn frá Brasilíu, krist-
allar í öllum regnbogans litum, eftir því
bvemig birtan fellur á þá, tært silfur-
berg, ósköpin öll af fallegum jaspis-
steinum, þunnur flötur, útskorinn, æfa-
gamall frá Kína. Gull frá Clondyke og
kopar frá Svíþjóð. Kalsedon, linefastór,
afar fallegur, ofan úr Tindafjallajökli.
Hann er grænn og upphleyptur eins og
frosinn sjór. Steinrunnið tré norðan úr
Skagafirði. Stærðar bnullungur, þungur
mjög, frá Grænlandi, en bann er
þannig hingað kominn til lands, að fyrir
löngu rak hafísjaka mikinn á Melrakka-
sléttu, og var talið, að liann liefði hrakið
frá Grænlandi, þó að ekki liefði liann
annað vegabréf en ís og kulda. Hann
kom snemma vors og lá í fjörunni þang-
að til sólinni tókst að bræða bann,
en innan í lionum var bjarg eða liluti
af bjargi og úr því er þessi steinn. Lítill
steinn mænir á okkur eins og dapurt
mannsauga. Stór skjaldbaka liangir á vegg
og önnur minni liggur í glugganum inn-
an um alls konar steinrunninn sjávar-
gróður, þar á meðal Iiarða og fasta
sjávarsvampa. Upp með glugganum banga
alls konar steinar, sem eru festir með
vír, og mynda þeir eins konar ramma.
Ostruskel er þarna innan um aðrar skelj-
ar og kuðunga, opall úr Glerliallarvík
í Skagafirði, mánasteinar ótal margir,
bver öðrum fallegri. Einkennilegur
steinn, brotinn úr Gvendaraltari, tek-
inn úr Hólabyrðu, blágrýti úr binu lieil-
aga Helgafelli, og dettur mér ósjálfrátt
Guðrún Ósvífursdóttir í liug, með allar
sínar sorgir, í kyrrðinni á Helgafelli.
Steinn tekinn við rætur Vatnajökuls, sam-
settur af kalsidon og bergkrystall. Lítill
granítsteinn frá Svíþjóð, og er bann út-
lits eins og illa orpinn skór. Kalsidon,
fundinn í Suður-Vík í Skaptafellssýslu,
og ömnm finnst, að fengi liann málið,
þá kynni bann frá mörgu að segja og
meðal annars frá Sveini Pálssyni, sem
lengst bjó þar í fátækt sinni veraldlega
séð, en ríkur af öðru. Dropasteinar eru
þarna, bæði xir Surtshelli og víðar úr
Borgarfirði. Einn er þar langur og sér-
16 HÚSFREYJAN