Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 10
ElliheimiliS „Höjrí'. Þú var þa3 hækkað um 25 kr. mánaðar- lega. Síðan hefir meðlagið farið smá- liækkandi, unz það um síðustu áramót var orðið 405 kr. fyrir karla og 375 kr. fyrir konur mánaðarlega. Félagið hefir veitt nokkra ívilnun á meðlagi þeirra vistmanna, sem af litlum efnum hafa sjálfir kostað heimilisvist sína. Flest árin hefir félagið orðið að bera nokkurn halla af rekstri heimilisins. Á síðastliðnu ári kom það æ betur í ljós, að félaginu var að verða um megn að reka heimilið. Skipulagsskrá þess mæl- ir svo fyrir, að Seyðisfjarðarkaupstað skuli gefinn kostur á að starfrækja heimilið, þegar félagið einhverra hluta vegna hætt- ir rekstri þess. Á fundi félagsins 24. marz 8.1. var samþykkt að gefa Seyðisfjarðar- kaupstað skuldlausa eign þessa, sem nú er virl til brunabóta á 117.700 krónur, með því skilyrði að bærinn starfræki heimilið áfram. Var þessu boði félagsins vel tekið. Tók bærinn við rekstri heim- ilisins hinn 1. sept. s.l. TEKJUÖFLUN. Eins og flest önnur kvenfélög, hefir „Kvik“ frá upphafi aðallega aflað sér tekna með leiksýningum, hlutaveltum, happdrætti, dansleikjum o. þ. h. Síðan árið 1907 liefir félagið átt píanó og hafði lengi af því nokkrar tekjur. Uni tólf ára skeið stóð félagið fyrir skemmtun á fullveldisdagiim, 1. desember, og liafði veitingasölu þann dag. Leiksýningar munu þó liafa verið drýgsta tekjulind félags- ins, þegar þess er gætt að félagið hélt uppi leikstarfsemi, nærfelt . á hverjum vetri, um 30 ára skeið. Fyrstu 10—15 árin var aðgangseyrir 1 kr. (hetri sæti), 60 aur. (alm. sæti)og 35 aur. fyrir börn. 36 sjónleiki hefir félagið sett á svið, auk margra skrautsýninga. FÉLAGSLlF. 10 HÚSFREYJAN Fyrstu árin voru fundir haldnir tvisvar í mánuði, eins og áður er getið, en seinna einu sinni í mánuði, á tímabilinu októher

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.