Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 8
Næsta ár, 1910, var fyrst byrjað að
halda reglulega (undarbók. Það ár var
Guðrún Gísladóttir kosin formaður. Hef-
ir bún gegnt formannsstörfum síðun, eða
í samfleytt 40 ár.
Heiðursfélagar liafa verið þessar konur,
sem nú eru allar látnar:
Ragna J ónsson,
Elín Tómasdóttir,
Kristín Wíum,
Ilakel Imsland,
Ingibjörg Skaptadóttir,
Guðrún ísdal,
Betzy Guðmundsson.
I félaginu bafa alls verið 106 meðlimir
frá upphafi. Af stofnendum munu nú
aðeins vera 4 á lífi: Kristín Þórarins-
dóttir, Sigríður Böðvarsdóttir, Jónína og
Guðrún Gísladætur. Félagatala var hæst
árin 1917 og 1923, 39 meðlimir, en nú
er félagatala 21.
STEFNUSKRÁ.
Skömmu eftir að félagið var stofnað
kom félagskonum saman um, að það
skyldi ekki eingöngu vera skemmtifélag,
heldur þyrfti það að starfa eittbvað, „öðr-
um til gagns og sér til sóma“. Var þá
samþykkt að félagið skyldi hafa það
fyrir markmið að lijálpa fátækum og
styrkja ýms góð málefni.
FÉLAGSSTÖRF.
Jólagjafir. Á fyrstu árum félagsins vann
það aðallega að því að gleðja fátæka
um jólin með matar- og fatagjöfum.
Saumuðu félagskonur öll þau föt, er
útbýtt var. Á seinni árum hefir aðallega
verið útbýtt gjöfum til sjúklinga í bæn-
um og til vistmanna á ellibeimilinu
„Höfn“.
Námske.ið. Um margra ára skeið,í eða
þar til lögleidd var bandavinnukennsla
í barnaskólum, hélt félagið uppi nám-
skeiðum í handavinnu fyrir stúlkur á
aldrinum 8—14 ára. Stóðu námskeiðin
frá 6 til 8 vikur árlega og skiftust félags-
konur á um að kenna, þrjár og þrjár
í senn. Ilúsnæði lagði barnaskólinn til
án endurgjalds og var kennslan alveg
ókeypis. Á seinni árum befir félagið
stofnað til 5 saumanámskeiða, oftast með
samstarfi við Kvenfélag Seyðisfjarðar. Þá
hefir félagið staðið fyrir námskeiðum
í hjúkrun (að tilhlutun R. K. 1.), síldar-
matreiðslu, garðyrkju, vefnaði og almenn-
um matreiðslunámskeiðum.
Heimilisiðna&arsýning. Árið 1928 stofn-
aði félagið, ásamt 2 öðrum kvenfélögum
í bænum, til lieimilisiðnaðarsýningar.
Tókst bún mætavel og voru þar valdir
úr munir, sem sendir voru á fjórðungs-
sýningu á Eiðum sumarið 1929 og síðar
á Landssýninguna í Reykjavík, árið 1930.
Ýms málefni. Á þeim 50 árum, sem
liðin eru frá stofnun félagsins, hefir það
lagt fram um 20 þúsund krónur til styrkt-
ar ýmsum velferðarmálum og líknar-
starfsemi, ýmist með beinum framlögum
úr sjóði félagsins, eða það hefir gengist
fyrir almeimum samskotum. Helztu að-
ilar, sem notið bafa styrks á þennan liátt
eru:
Á Seyðisfirði: Gróðrarstöð, Lúðrafélag,
Aurasjóður skólabarna, kirkjugarður,
samkomubús, Seyðisfjarðarkirkja, sumar-
dvöl barna, Skógræktarfélag og ferðasjóð-
ur skólabama.
Utanbæjar: Heilsuhælissjóður, Land-
spítalasjóður, Húsmæðraskólinn á Hall-
ormsstað, Kapellusjóður Hallormsstaða-
skóla, Menningar- og minningarsjóður
kvenna, Noregssöfnun og Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna.
Auk þess bafa verið styrktir ýmsir að-
ilar, utanbæjar og innan, sem orðið hafa
fyrir slysum eða tjóni.
Hæsti styrkur, sem veittur hefir verið,
8 HÚSFREYJAN