Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Húsfreyjan - 01.12.1950, Blaðsíða 5
og svo ævinlega hrísgrjónagrauturinn með tilheyrandi möndlu, og hver sá, sem hana hlaut, varði aðnjótandi einliverra sérgæða. Við börnin borðuðum því ríflegan skammt af grautnum, þangað til mandl- an var fundin. Annars fannst okkur börn- unum máltíðin óþarflega lengi að líða, og eitt sinn minnist ég þess, að Bragi sonur Steingríms var að stytta sér stundir með því að reyna logagylltan reiðskjóta, sem amma liafði fært honum, og lét hann vaða í rauðkáli á diskinum sínum, en loks fór þó Steingrímur inn í stofu til að kveikja á jólatrénu. Að svo búnu gengum við inn í dýrðina, tókumst í hendur, gengum kringum jólatréð og sungum jólasálmana. Ég hygg, að það hafi verið ein þrenn jól, sem afi klædd- ist prestsskrúða og skírði börn Steingríms — og ævinlega upp úr skel, og það var ekki nein smáskel, á að gizka 40 cin. í þvermál. Skelin sti var sótt í Suðurhöf og var eitt af því, sent Steingrímur kom með úr ferðurn sínum sem skipslæknir forðum. Hefi ég lieyrt sagt, að hin sam- lokan sé hér á náttúrugripasafninu. Þessi skírnarathöfn var yndisleg og jók ekki lítið á hátíðina. Af jólatrénu fengum við svo ýmiss gæði, gómsæt og falleg, og í námunda við jólatréð vorum við börnin allt kvöldið, en fullorðna fólkið fór inn á kontór, og þar sátu afi og amma í stóra sófanum hans Steingríms frænda, eins og kóngur og drottning í liásæti, og horfðu með innileik og aðdáun á sinn elzta son og allt lionum tilheyr- andi. Steingrímur skrapp svo til sjúkl- inga sinna á spítalanum, hauð þeim góða nótt og kom svo lieim með „Þórð á spítalanum“ til að njóta þess, sem eftir var kvöldsins, með okkur. Þórður þessi var einu sinni sjúklingur á spítalanum, en ílengdist þar og gerðist nokkurs kon- ar „lijúkrunarkona“. Laust eftir eða um miðnætti var svo lialdið heim gangandi, og þá var gott að stinga hendinni inn í stóra, ldýja lófann hans afa, og heim komum við og gengum til hvílu, þakk- lát og þreytt. Næsta kvöld var svo Steingrímsfólk hjá okkur. Það var alltaf mjög skemmti- legt, en yfir aðfangadagskvöldinu er þó mestur ljómi. Að loknum hátíðisdögun- um komu, að mér fannst, oft mjög skemmtilegir dagar. Frelsi til lestrar og leika og kunningjaheimsóknir á víxl, og svo ekki eins mikið saumadrasl í borð- stofunni og endranær. Hversdagslega var borðstofan ein allsherjar vinnustofa lieim- ilisins. Amma prjónaði á vél, mamma saumaði, Iíka á vél, ég sat og las á blámáluðum kistli í ofnkróknum við sófa- gaflinn og með Gladstone gamla á veggn- um fyrir ofan mig. Þarna var líka mynd af Vikloríu Englandsdrottningu, sem 3var fór á tombólu, en kom alltaf aftur inn á lieimilið. Matti bróðir minn lötraði um gólfið á hestinum sínum eða lék sér að Nóa og örkinni lians. Við og við vagg- aði svo Þóra gamla afasystir inn með prjónana sína og fékk í nefið hjá afa. Svona var það oft, en stundum vorum við enn þá fleiri, og innan um þetta allt sat svo afi við púltið sitt og orti mörg sín beztu kvæði. Kontórinn hans var fínn og fallegur, en hann eirði þar aldrei lengi í einu. Að lítilli stundu liðinni heyrðist fótatakið, mjúkt en dá- lítið þunglamalegt, og hringlið í lamp- anum hans og rúllið í rennihurðinni. Afi settist við piiltið sitt, stundum las hann fyrir önnnu og okkur nýort kvæði eða eitthvað merkilegt eða skemmtilegt, sem bann var nýbúinn að lesa. Einu áminningarnar frá hans hendi voru eitt- hvað á þessa leið: „Verið nú góð við hana „ömu“ ykkar, hörn“, „rnunið að fara vel með bækumar ykkar“, „berðu þig nú að fara sparlega með pappírinn“. Einhverjar ljúfustu stundir liðinna daga HÚSFREYJAN 5

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.