Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 6
t—--—■—!->
Staka lífsins.
Mörg hefur kona vakað við
að vanda Iífsins stöku.
Aldrei birt fær útvarpið
óma þeirrar vöku.
HALLA LOFTSDÓTTIR.
V________________________________________y
um skólamálum. Mér hefur oft virzt,
sem mest kapp væri lagt á að gera allt
sem íburðarmest og skólunum tækist ekki
sem skyldi að greina kjarnann frá hism-
inu, en þeir ráða sennilega ekki við þann
tíðaranda, sem beinist svo mjög í þessa
átt. Skólarnir eru sennilega á þann hátt
að reyna að vera í samræmi við hinar
miklu kröfur tímans.
Og svo er annað: Við leggjum ekki
nægilega mikið kapp á að gera skólana
þjóðlegri, en orðið hefur. Ekkert er gert í
skólunum, eða sárafátt, sem minnir okk-
ur á, að við séum íslendingar á Islandi.
Einnig hef ég í seinni tíð orðið vör við
harða samkeppni milli skólanna. Eins og
við vitum, þá eru skólarnir orðnir svo
margir, að víða vantar nemendur. Þá er
lagt af stað og farið í kapphlaup um þær
fáu sálir, sem ef til vill vildu koma. —
Þetta fellur mér illa, svona okkar á milli
sagt. Skólarnir eiga að vera svo sterkir
og heilbrigðir, að þeir mæli með sér
sjálfir, án skrums né auglýsinga.
Mig langar ákaflega mikið til þess að
koma hér upp tóvinnudeild, er legði kapp
á að kenna íslenzkan tóskap og gamlar
íslenzkar hannyrðir, svo þær gleymdust
ekki með öllu.
Eitt vandamál skólanna er það líka,
hve námsmeyjar eru nú ungar, margar
17—16 og jafnvel 15 ára. En það-má
ekkert dragast, því þó þær hafi ekki mörg
ár að baki, eru þær trúlofaðar og í gift-
ingarhug. Þessir unglingar eru lítt þrosk-
aðir, sem eðlilegt er, og ekki auðhlaupið
að því að gera þeim skiljanlegt, hverjar
kröfur þær verði að horfast í augu við,
þegar heimili er stofnað.
Námsefni húsmæðraskólanna er mið-
að við þarfir heimilanna, þ. e. a. s. mið-
að við það, sem álitið er að húsmóðir
þurfi að vita sem bezt deili á. Og það er
frekar auðvelt að fá ungu stúlkurnar til
að sýna áhuga á að búa til ,,skrautlegan“
mat, kökur o. þ. h. Sömuleiðis að sauma
fögur klæði og dúka, en svo kemur vand-
inn að ganga vel um, hirða sig og hús
sín. Vanda háttsemi, orð og gjörðir, og
helzt vilja þær ekki líta í bók. Bóklegt
nám er heldur ekki neitt, nema í sam-
bandi við verklega námið, og svo ís-
lenzka, að einhverju leyti.
Ég hef heyrt það sagt, að á ýmsum
fundum kvenna hafi komið fram raddir
um að hætta kennslu í íslenzku í hús-
mæðraskólum. Því er ég algjörlega mót-
fallin. Auðvitað verður að haga kennsl-
unni á annan veg en í barna- og unglinga-
skólum, ekki málfræðistagl, en það þarf
að láta þær lesa fallegar bókmenntir,
benda þeim á útlend orðskrípi og vanda
málfarið. Eiginlega ætti að byrja hvern
dag á tima í íslenzku. Það minnti okk-
ur á, að við værum Islendingar á Islandi.
Og svo þarf að reyna að kenna fólkinu
að hugsa. Fram að þessu hef ég verið
mótfallin því, að nemendur í heimavist-
arskóla hefðu ekki frítíma, sem þær
mættu ráða yfir sjálfar. En af reynslu síð-
ari ára finn ég, að þær eru tæpast fær-
ar um, ungu stúlkurnar, að fara með sín-
ar frístundir. Er ekki útlit á öðru en að
þarna verði að gera breytingu, því mið-
ur. Dregur sennilega að því, að kennari
verði að fylgja þeim eftir allan námstím-
ann, svo tíminn fari ekki meira og minna
í súginn. En mér finnst það vantraust á
æskufólkinu. Nokkrir alþýðuskólar hafa
tekið upp þennan sið, svo sem Skóga- og
Núpsskóli, og mér er sagt, að nú sé sá
háttur hafður á Reykjaskóla.
Hulda Stefánsdóttir.
6 HÚSFREYJAN