Húsfreyjan - 01.03.1957, Síða 10
Norræna bréfið 1957
/
ritað af doktor fil. Karin Alardt-Ekelund
Á þessu ári eigum við Finnar að minn-
ast þess, að 150 ár eru liðin frá fæðingu
Frederiku Runeberg. Ásamt þeim Frede-
riku Bremer í Svíþjóð, Camillu Collett í
Noregi og Mathilde Fibiger í Danmörku
myndar hún norrænan fjórblaðasmára,
sem norrænu þjóðunum ber að minnast
með virðingu og hlýju.
Frederika Runeberg dvaldi mestan
hluta ævi sinnar í skugga af nafni stór-
mennis, en sjálf var hún mikilmenni. Hún
er konan, sem vekur í brjósti Johan Lud-
vig Runebergs svo sterka kennd, að hún
veldur ævilangri ákvörðun hans og þessi
kona er þeim vanda vaxin, að vera eigin-
kona skáldsins, auk þess sem hún hefur
djúp áhrif á manngildi hans og skáld-
skap. Við sjáum hana sem móður við
uppeldi sonanna sex, sem allir urðu dug-
andi menn. En jafnvel hin umfangsmiklu
húsmóðurstörf á þessu merka heimili
AÐALBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR Frh. frá bls. 7.
heimilismenningar hljóta að vera mál
málanna hjá íslenzkum konum, því að
heimilin eiga að vera grundvöllur þjóð-
félagsins og hvar er þjóðfélagið statt, ef
þau bregðast?
Auk allra þessara starfa og þátttöku í
mörgum öðrum menningarsamtökum hef-
ur frú Aðalbjörg þýtt fjölda bóka, flutt
ótal erindi, bæði á fundum og í útvarp,
skrifað greinar í blöð og tímarit, verið
prófdómari um margra ára skeið auk
annarra starfa, sem of langt yrði að telja
hér upp.
Af því, sem að ofan greinir, má sjá, að
frú Aðalbjörgu hafa verið falin margvís-
leg vandasöm störf, sem ekki eru öðrum
fær en þeim, sem eru miklum hæfileikum
hefðu ekki ein getað markað henni rúm
meðal þeirra stórmenna, sem mestan þátt
áttu í að móta menningu Finnlands á síð-
ustu öld. Það eru störf hennar sem blaða-
manns, rithöfundar og þjóðfélagsþegns,
sem skipa henni sérstakan heiðurssess
meðal annarra kvenna þeirra tíma í landi
voru.
Frederika Tengström, en svo var hið
upphaflega nafn hennar, var barn að
aldri, þegar foreldrar hennar fluttu úr
fæðingarbæ hennar, Jakobstad, til há-
skóla- og höfuðborgarinnar Ábo. Hún ólst
því upp í hópi hinna mestu gáfu- og
menntamanna, sem þá voru uppi í Finn-
landi. Einn af þeim, sem um þær mundir
höfðu forustu í menningarmálum Finna,
var föðurbróðir Frederiku, guðfræðipróf-
essorinn og síðar erkibiskupinn Jakob
Tengström. Hann flutti kenningar síns
mikla meistara og hans tíma til æsku-
búnir, enda er hún fluggáfuð kona, vel-
menntuð og víðlesin. Hún hefur auk þess
þá gáfu í ríkum mæli, að kunna vel að
greina milli aðalatriða og aukaatriða, og
er hún talar fyrir einhverju máli, er fram-
setningin skýr og hnitmiðuð. Frú Aðal-
björg nýtur mikilla vinsælda, sem vænta
má, enda bráðskemmtileg í vinahóp, en
hún er líka vinur í raun. Mun það ekki of
sagt, að þeir, sem þekkja hana bezt, meti
hana mest, og get ég ekki hugsað mér
betri dóm um neinn.
Það er ósk mín til Kvenfélagasambands
íslands, að það fái að njóta eldlegs áhuga
og gáfna frú Aðalbjargar sem lengst.
Henni sjálfri og börnum hennar óska ég
blessunar Guðs og alls góðs.
Guðrún Pétursdóttir.
10 HÚSFREYJAN