Húsfreyjan - 01.03.1957, Síða 11

Húsfreyjan - 01.03.1957, Síða 11
mannanna, sem hann umgekkst. Úr þeim hópi komu margir af mikilmennum vor- um á síðustu öld. Meðal þessara manna • hitti Frederika Johan Ludvig Runeberg í fyrsta sinn, en síðar varð hann eiginmað- ur hennar. Eftir brunann i Ábo 1827 var háskól- inn fluttur til Helsingfors, sem þá var orðin höfuðborg Finnlands. Um leið flutt- ust þangað þeir, sem á einhvern hátt voru bundnir háskólanum, þar á meðal Teng- ströms-fólkið og Runeberg. f janúarmán- uði 1831 héldu þau Frederika Tengström og J. L. Runeberg brúðkaup sitt. Efnisleg verðmæti þessa heims voru ekki þau auðæfi, sem þessum ungu hjón- um féllu í skaut, enda voru þau vön ó- brotnum lifnaðarháttum. Fyrsta heimili þeirra var þvi mjög látlaust, en varð þó miðdepill þess hóps gáfaðra og hugsjóna- ríkra manna, sem ganga undir nafninu Laugardagsfélagið í menningarsögu Finn- lands. En það voru þeir J. J. Nervander, J. V. Snellman, Fredrik Cýgnaeus, Elías Lönnrot, M. A. Castrén o. fl. Málgagn þessara ungu gáfumanna varð Helsing- fors Morgunblað. öll þau ár á 4. tug ald- arinnar, sem J. L. Runeberg var ritstjóri þessa blaðs, vann kona hans með honum að blaðinu og var því fyrsta kona í Finn- landi, sem fékkst við blaðamennsku. Starf hennar var að gera útdrátt og endursagn- h úr erlendum blöðum, auk þess að þýða greinar, sem höfðu menningargildi, og voru þær þá oft forustugreinar. Sjálf samdi hún þá og birti smásagnabrot, er höfðu sitt að segja í því efni að gefa blað- mu meiri menningarblæ. Vitanlega lét hún eigi nafns síns getið og svo mikil leynd var á um störf hennar við blaðið, að fæstir af lesendum þess vissu, að mik- hvirkasti samstarfsmaður ritstjórans var eiginkona hans. Eftir að þau hjónin voru flutt til Borgá °g skáldfrægð Runebergs fór ört vaxandi, samdi kona hans einnig athyglisverðar greinar og frjálslyndar. Greinar hennar °g umsagnir um þau mál, er þá voru efst a baugi, sýna, hve mikils hún metur göf- ugar mannfélags- og frelsishugsjónir. Hún hafði brennandi áhuga á hvers kyns upp- fræðslu, fyrir rétti kvenna til betra og þroskavænlegra uppeldis, fyrir rétti kon- unnar til stöðuvals og fjárráða og raun- ar fyrir því, að aflétt yrði allri frelsis- skerðingu manna, hvort sem um var að ræða verkalýðinn eða sérstaka kynþætti. En Fredrika Runeberg lét sér ekki nægja kenningarnar einar. Ásamt nokkrum vin- konum sínum stofnaði hún kvenfélag í Borgá. I félagi þessu unnu konur stað- arins saman að ýmsum þjóðnytjamálum. Til dæmis stofnuðu þær skóla fyrir fá- tækar stúlkur þrettán árum áður en fyrst kom fram frumvarp um almenna æsku- lýðsfræðslu í landi voru. Upp úr þessum stúlknaskóla varð svo til alþýðuskólinn í Borgá. Nýstofnaða félagið hennar Frederiku Runeberg vann einnig annað fagurt starf í þágu fátæklinganna. Var það enn at- hyglisverðara vegna þess, að það var unn- ið á þeim tímum, sem þjóðfélagið var enn eigi farið að viðurkenna skyldur sínar við öreigana. Á neyðarárimum 1867—’68 margfaldaði Frederika starf sitt. Hún lét baka ósköpin öll af brauði handa betlara- hópunum, sem flykktust að hvaðanæva og stofan í Runebergshúsinu stóð þeim op- in jafnt á nótt sem degi. Frederika Rune- berg átti einnig frumkvæði að ýmsum þjóðfélagsumbótum, sem síðar hafa kom- ið til framkvæmda. Hún og félag hennar vakti áhuga fyrir vefnaði, spuna og hálm- iðnaði í sveitunum. Borgá-dreglarnir og jurtalituðu, heimaofnu bómullarefnin urðu brátt eftirsótt verzlunarvara, auk þess sem héraðið umhverfis Borgá varð alþekkt fyrir hálmflétturnar. Heimilisiðn- aðurinn varð til þess að létta örbirgðina á hundruðum heimila. Þetta var enn að- dáunarverðara, þegar þess er gætt, að starf húsmóðurinnar á Runebergsheimil- inu var umfangsmikið. Fyrst og fremst ber þess að gæta, að hversdagslega var 10 manns i heimili, þar á meðal sex lyst- argóðir drengir, og á þeim tíma var ekki hægt að síma í matvörúbúð, þegar forð- HÚSFREYJAN 11

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.