Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 20

Húsfreyjan - 01.03.1957, Page 20
w V eJííáfsfiáfíasfafróf Allt vill lagið hafa. Á misjöfnu þrífast börnin bezt. Brennt barn forðast eldinn. Drjúg eru morgunverkin. Ekki er allt gull, sem glóir. Frelsi er fé betra. Gefur góð móðir, þó hún geti ekki. Hálfnað er verk, þá hafið er. Iðnin eykur alla mennt. I þörf skal vinar leita. Jafnan er hálfsögð sagan, ef einn segir. Kornið fyllir mælinn. Litlu verður Vöggur feginn. Mjór er mikils vísir. Náið er nef augum. Oft má satt kyrrt liggja. Ótrú slær sinn eiginn herra. Prjál og skraut kemur mörgum í þraut. Raup er rags manns gaman. Sannleikurinn er sagna beztur. Tamur er barns vaninn. Ungur má, en gamall skal. Uti er þraut, þá unnin er. Vizkan er allra landa ljós. Yzt við dyr skal óboðinn sitja. Ýmsir eiga högg í annars garði. Það verður hverjum að list, sem hann leikur. Ætíð hefur iðjumaður nóg að vinna. öll él birtir upp um síðir. dmmmmmrmmrmmmmmmmi (Úr gömlu stafrófskveri). 20 HÚSFREY JAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.