Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 25

Húsfreyjan - 01.03.1957, Blaðsíða 25
leggjast út af á legúbekkinn. Hann naut meðaumkunar þeirra í ríkum mæli. ,,Þú getur varla ímyndað þér, hvað nærri lá, að núna færi verulega illa,“ hvíslaði hann. ,,Þú ert nú ekki nógu varkár, Hansi minn,“ sagði Gréta og strauk vanga hans, en honum fannst dásamleg vellíðan fara um sig allan. Þessa stundina var eins og lífið sjálft væri að launa honum þessi vandræði, þegar allt „hljóp í baklás.“ „Víst fer ég varlega,“ sagði hann, en varð um leið hugsað til sögunnar, sem honum hafði hugkvæmst. „En þú veizt nú sjálf um þröngina og hraðann á Miklu- braut.“ „Kom þetta fyrir þar?“ „Já, ég ætlaði með sporvagninum, af því að ég lánaði Ivari Anderson hjólið mitt.“ „Já, en þú mátt ekki vera að lána það.“ „ívar lofaði að borga mér heila krónu fyrir lánið, núna á laugardaginn, þegar hann fær útborgað. Það var komið fram yfir hádegi og ég bjóst ekki við að fá neitt að gera einmitt á þeim tíma dags, þar sem ekkert var að fá allan morgun- inn. Nú, ég settist svo hjá bilstjórunum og var að rabba við þá. Þeir voru að spila manna. Ég sat bara hjá þeim og spjallaði við þá. Þá kemur Berglöv slátrari og kall- ar á mig. „I guðanna bænum, Hansi minn,“ æpir hann. „Hjálpaðu mér nú. Ég steingleymdi víxli og bankanum verður lokað eftir tvo tíma. Taktu nú hjólið þitt og hjólaðu eins og sjálfur skrattinn sé á hælunum á þér út í Brámon, og fáðu þar nafn á víxilinn fyrir mig. Komdu svo aft- ur svo fljótt, að hægt sé að koma víxil- skrattanum í bankann í tæka tið. Ég er illa staddur, ef þetta tekst ekki.“ „Ég get þetta ekki,“ sagði ég. „Ég lán- aði hjólið mitt.“ „Hver fjandinn,“ öskraði hann og reif í hárið á sér. „Farðu þá með strætisvagn- inum. Hérna er skjalið. Finndu Blomberg slátrara í Brámon. Svona, taktu við víxl- inum og flýttu þér eins og þú getur.“ Ég á stað með skjalið, beint yfir torgið og Miklubraut. Ég smeygði mér milli bíl- anna.“ „Drottinn minn dýri,“ sagði Gréta og klappaði honum á kinnina. Tilfinningarn- ar máttu sin meira en hugsanirnar. „Fyrst í stað kom ekkert fyrir mig,“ hélt Hans áfram og hafði nú steingleymt öllum vandræðum dagsins og örvílnun- inni, sem hafði gripið hann svo sterkum tökum, að hann gerði sér tæplega grein fyrir því, hvernig dagurinn myndi taka enda. Hann vætti varirnar og átti erfitt með að leyna ánægju sinni yfir því, hve vel tókst með lygasöguna. „Nei, ég komst slysalaust yfir Miklubraut. En þá sé ég, að strætisvagninn til Brámon er að leggja af stað. Ég kom hægra megin frá, en það var afleitt, því að upp í vagninn fer mað- ur vinstra megin. Ég á stað með enn meiri hraða en áður, fram hjá vagnin- um og svo yfir götuna rétt fyrir framan hann og svo var eftir að stökkva upp í. Þá vildi þetta til.“ „Hvað, Hansi minn?“ hvíslaði Gréta og hafði ekki minnstu rænu á að hugsa. „Ég misreiknaði mig með stökkið," sagði Hans og greip andann á lofti af hug- aræsingi. „Ég komst ekki nema með hægri, fótinn alla leið upp, en sá vinstri lenti á pallbrúninni. Ég heyrði smell, rétt eins og þegar mörg öryggi springa í einu. Þó gerðust engin ósköp. Ég fann, að ég var lifandi að minnsta kosti. „Slepptu ekki þessu taki,“ hugsaði ég, „því að annars verðurðu undir vagninum.“ Guð má vita, hvernig farið hefði, ef einhver hefði ekki gripið í mig og togað mig upp í.“ „Guð veri lofaður,“ andvarpaði Gréta. „Upp komst ég, en mér fannst vera al- dimmt. „Þér verðið að borga,“ sagði bíl- stjórinn, asninn sá arna. Hann sá svo sem ekki, hvernig mér leið. „Þér hljótið að sjá, að maðurinn er veikur. Hann meiddist, held ég, býsna mikið,“ sagði sá, sem hjálpaði mér. „Það liður frá, það líður frá,“ sagði ég.“ „Hansi minn,“ hvíslaði Gréta blíðlega. Tilfinningarnar báru alla hugsun ofurliði. „Já, hvað?“ HÚSFREYJAN 25

x

Húsfreyjan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.